WONDERS OF EGYPT//CAIRO

Þessi er æðisleg ;)))

-english version below-

STAÐREYNDIR UM CAIRO

-höfuðborg Egyptalands

-fjölmennasta borg Afríku

-áin Níl rennur í gegnum hana og svo niður allt Egyptaland og er algjör lífæð

-í kringum Cairo eru alls 138 pýramídar

-talið er að einungis sé búið að finna brotabrot af lífi Egypta til forna

FERÐIN

Fyrsti áfangastaður reisunnar var Egyptaland. Ferðin þangað var löng miðað við að landið er ekki svo rosalega langt í burtu, örlítið sunnar en Evrópa. Við lögðum í hann eldsnemma um morguninn 1.janúar og biðum svo í London í um 10 tíma. Tókum þaðan næturflug og lentum um morguninn í Cairo.

Þannig að þetta var illa planað af okkar hálfu, tók okkur 48 klst að fljúga:

Keflavík- London- Cairo

Við lentum því í Cairo 2.janúar eftir að hafa verið meira og minna vakandi í tvo sólarhringa og vorum við frekar ringluð og þreytt. Við vorum ekki búin að fá töskurnar okkar þegar bílstjórar og sölumenn voru mættir að selja okkur alls kyns pakkaferðir en við vorum með bílstjóra frá hótelinu sem beið okkar fyrir utan flugvöllinn, mjög þægilegt. Á leiðinni á hótelið var ég án gríns smá hrædd um að hann myndi ræna okkur og keyra eitthvað lengst út í buskann. Sem hann gerði að sjálfsögðu ekki og var ég bara ósofin og í nýrri heimsálfu rétt fyrir sólarupprás. Til að lýsa þreytunni aðeins betur þá fannst mér góð hugmynd að taka algjöra skyndiákvörðun og hlaupa 10km í Gamlárshlaupinu og bætti ég meira að segja tímann minn. Þannig að það má segja að ég hafi verið alveg búin á því haha! Sé samt ekki eftir því og ætla ég líklegast að gera það árlegt, geggjað að klára árið með góðu hlaupi!

Þetta var semsagt mjög skrautleg byrjun á langþráðri 4 mánaða reisu. Ég veit ekki hvaða bjartsýni það var að halda að við myndum sofa eitthvað aðfaranótt 1.janúar. Mér finnst mikilvægt að skrifa líka um svona ,,misheppnaða” hluti þó að reisan í heild sinni hafi gengið mjög vel þá gekk ekki allt fullkomlega smurt og er það eitthvað sem fer bara í reynslubankann. En ég mæli semsagt með því að reyna að komast hjá því að fljúga 1.janúar. Eftir að hafa kynnt mér málið þá veit ég núna að það er einn vinsælasti ferðadagur ársins og fundum við fyrir því. Það voru afar langar raðir í Leifsstöð og þurftum við ásamt langflestum að spretta inn í vél til að hreinlega missa ekki af fluginu þar.

Við komum á hótelið um 7 leytið en fengum ekki herbergi fyrren um hádegi. Það getur verið sniðugt að hafa fyrirfram samband við hótel ef verið er að komu úr löngu ferðalagi snemma um morgun, því að oft er check in ekki fyrren kl. 14, jafnvel 15. Þá er kannski hægt að borga eitthvað örlítið auka til að komast fyrr í herbergið og þannig nýta daginn betur. Hótelið var á Giza svæðinu og vorum við með æðislegt útsýni yfir píramýdana og Sfinx.

PÝRAMÍDAR

Daginn eftir lá leiðin á aðal staðinn, að skoða pýramídana. Vává þeir voru flottari, stærri og stórkostlegri en ég hafði séð fyrir mér. Egyptaland er land sem veldur ekki vonbrigðum og á ég erfitt með að skilja hvernig píramýdarnir voru byggðir í gamla, gamla daga. Við fengum fararstjóra sem fór m.a. með okkur þangað en hann var algjört krútt og talaði góða ensku en við skildum hann samt takmarkað vegna hreims.

Okkur bauðst að fara inn í stærsta pýramídann sem heitir Pyramid of Cheops. Við fórum inn en ég fór aftur út þar sem ég á fylltist af innilokunarkennd og var hrædd um að hann myndi molna niður akkúrat þegar ég var þarna, frekar steikt þar sem hann er búinn að standa í 4.580 ár… Ég fór aðeins út að anda og beit svo á jaxlinn og fór inn fyrst að ég væri nú þarna. Tröppurnar upp voru t.d. 1×1 meter og fólk á fullu að reyna að komast bæði upp og niður og ekkert system. En mér finnst flott að leyfa píramídunum að vera hráir eins og þeir voru upprunalega en ekki breyta þeim í einhvern túristastað. Tröppurnar leiddu upp að grafhýsi þar sem faróarnir hvíldu.

MINJAGRIPIR

Fararstjórinn okkar fór með okkur til sölumanna, bæði sem seldu myndir og ilmvatnsolíur. Myndirnar eru búnar til með fornri hefð úr papyrus plöntu og var gaman að sjá hvernig þeir búa hana til. Við keyptum ekki neina muni í þetta skiptið þar sem við áttum langt ferðalag fyrir höndum og gátum ekki bætt við fleiri hlutum í bakpokann. Mér finnst þó mikilvægt að styðja fólkið í landinu sem ég er að heimsækja og mun ég kaupa svona hluti þegar ég fer aftur til Egyptalands, sem er planið í framtíðinni. Sölumennirnur voru sko ekki sáttir með okkur þegar við gegnum út tómhent… En fararstjórinn vildi fara með okkur þangað og var það allt í lagi, mjög gaman að skoða svona ekta egypska hluti.

EGYPTIAN MUSEUM

Við skoðuðum einnig egypska forngripasafnið þar sem var miiiikið af túristum en það truflaði mig ekkert. Við höfðum fararstjórann okkar og hann leiddi okkur á milli. Við skoðuðum allt sem við vildum og var gott að hafa hann til að segja okkur söguna á bakvið hlutina. Við sáum meðal annars múmíur en það mátti taka mynd af nokkrum þeirra. Ég mæli klárlega með að fara á safnið ef þið eruð í Cairo! Það var svo mikið að merkilegum og fallegum munum þar, stórum sem smáum og svo eldgömlum að ég átti stundum erfitt með að ná utan um það. Ciaro og Giza svæðið eru engu öðru lík og voru þessir þrír dagar ógleymanlegir.

THE HANGING CHURCH

The hanging church er ein elsta kirkjan í Egyptalandi og kemur nafnið frá því að hún er byggð ofan á rómversku virki. Hún er í hjarta gömlu Cairo.

Haukur sáttur með kveðjugjafirnar frá hótelinu

TIPS FYRIR CAIRO

-prútta, það er mikil menning fyrir því að verðleggja allt of hátt og er gert ráð fyrir prútti. Það getur verið óþægilegt en æfingin skapar meistarann! Ég er orðinn prútt meistari. Einnig er gert ráð fyrir tipsi fyrir alla þjónustu

-það er frábært að hafa fararstjóra eins og við höfðum fyrir okkur tvö, við vorum ekki í skipulagðri ferð. En þó finnst mér stórt atriði að fá að stjórna ferðinni. Eyðið tímanum í landinu eins og þið viljið og ekki kaupa hvaða pakkaferð sem er

-fara í hraðbanka á öruggum stað, t.d. á flugvelli eða í banka á opnunartíma, allavega ekki einhvers staðar úti á götu þar sem fólk eltir þig og býðst til að hjálpa

-ekki vera með fordóma og drekkið í ykkur menninguna, fólkið er yndislegt og sagan er svo mögnuð

svo ég quotei í hótelstjórann á hótelinu okkar ”maybe this is a three star hotel but our service is five star” og allir starfsmennirnir vildu svo sannarlega allt fyrir okkur gera

//

FACTS ABOUT CAIRO

-the capital

-most populated city in Africa

-the river Nile runs through Cairo and the rest of the country

-í kringum Cairo eru 138 pýramídar //around Cairo are total 138 pyramids

-men have only discovered a very small piece of ancient Egypt

The first destination was Cairo. We arrived early in the morning of January 2nd after 48 hours of travel and no sleep. I would recommend trying to avoid flying on January 1st if you can, since it is a very popular travel date and a lot people at the airports = long queues. Arriving to Cairo at 5 in the morning was no big deal but just a bit overwhelming since we were tired and confused. There were a lot of drivers offering us a ride but we had a driver from our hotel ready outside the airport. I was not sure if I should trust the driver because we were in a completely new continent and environment, but the driver was a great guy. Not everything goes perfectly smooth while traveling and I think it’s important to talk about that too.

We arrived to the hotel very early and I recommend to try to arrange an early check in if you are coming from maybe two or more flights. Anyways! We went to the pyramids and it was an amazing experience, they are so big and cool, something that has to be seen in person.

I was bit afraid to go inside the pyramid and got a little closterphobic. So I went outside, took a deep breath and went inside again and climbed up the stairs to the tomb. It was absolutely worth it, I would not have wanted to skip it. The pyramids have not changed at all since they were built 4580 years ago and I’m glad that it’s authentic and not just a place for tourist.

Our guide drove us to some shops selling paintings and perfumes. Our plan was not to buy anything during this visit since we had a couple months of backpacking ahead of us. When I visit Egypt again I will support the locals by buying some of their beautiful things. They were not happy with us when we walked out of the stores empty handed. Our guide wanted to show us these stores and we did enjoy seeing egyptian handmade goods.

We also went to the famous Egyptian museum and saw mummies and much more. I will let the pictures speak for themselves. Cairo is a fascinating city and I enjoyed my three days there.

The hanging church is on of the oldest churches in Egypt and its located in the old Cairo.

TIPS

The culture in Egypt when you buy things or service is to bargain. And give tips for guides and every service. There is a lot of negotiation

Having a guide that knows the history is great, but make sure that you have some control over where you go and what you see, it’s your trip

Use the ATM in the airport or in safe places, not out in the streets where people offer to help

No prejudice and enjoy the culture, the people are lovely and the history is amazing

Ef ykkur líkar við færslurnar mínar þá er hægt að fá email þegar þær koma inn, það er neðst á síðunni 🙂 Svo er hægt að kommenta undir þær ef þið hafið eitthvað fallegt að segja eða einhverjar spurningar! Eins má alltaf senda á mig beint á instagram// instagram.com/elisapalmad

Takk fyrir að lesa ❤

Elísa Pálma

One thought on “WONDERS OF EGYPT//CAIRO

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: