Hæhæ ég heiti Elísa Margrét Pálmadóttir og er 27 ára flugfreyja, velkomin á bloggið mitt! Ég á mér mörg & fjölbreytt áhugamál & mun éf deila frá þeim hér á síðunni minni.

Mig hefur lengi langað til að byrja að blogga en ég hef mikinn áhuga á ferðalögum & að njóta þess sem heimurinn hefur uppá að bjóða. Ég smitaðist ekki almennilega af ferðabakteríunni fyrren ég & kærasti minn byrjuðum að plana heimsreisuna okkar fyrir nokkrum árum. Þegar ég var að skoða staðina & velja, þá opnaðist fyrir mér nýr heimur, þessi ferðaheimur.
Ferðin hófst svo 1.janúar 2020 og vorum við í tæplega 3 mánuði, en upprunalega planið var að vera 6 vikum lengur en það. Það bíður til betri tíma að ,,klára” ferðina. Ég get sagt það að ég fór oft út fyrir þægindarammann minn & bjó til minningar fyrir lífstíð! Ég ælta að byrja á að blogga um þessa ferð lífs míns og svo í framhaldi af því má búast við öllu milli himins og jarðar!

Löndin sem við fórum til eru:
EGYPTALAND
KENYA
TANZANIA
MALAWI
ZAMBIA
ZIMBABWE
SUÐUR AFRÍKA
UNITED ARAB EMIRATES / dubai
MALDIVES
INDLAND
THAILAND
MYANMAR (BURMA)
& aftur THAILAND

Ég vona að þú hafir gaman af elsku lesandi!
takk fyrir að lesa ❤
ELÍSA PÁLMA
Instagram.com/elisapalmad