PERLA EGYPTALANDS

Reisan heldur áfram & næsti áfangastaður er Luxor sem er borg í suðurhluta Egyptalands. Það tekur sjö tíma að keyra þangað frá Cairo en við flugum, það tók innan við klukkutíma. Ég myndi ekki sleppa Luxor ef þú ert að plana ferð til landsins!

Við vorum svo peppuð fyrir 2020 eins & margir aðrir… það átti að verða besta árið!


Sólin að setjast yfir Níl.

This image has an empty alt attribute; its file name is 48b43069-85dd-4333-8164-7c03df17672a.jpeg

HÓTELIÐ

Mercure Luxor Karnak

Við gistum á æðislegu fimm stjörnu hóteli en verðið á því var bara algjört grín, svo ódýrt miðað við gæði. Ég get hiklaust mælt með, þar var allt sem maður þarf. Falleg & hrein herbergi, sundlaug með útsýni yfir Níl, góður matur & girnilegt hlaðborð. Maturinn í Egyptalandi er svo ferskur & girnilegur, en þar er bara ALLT sem þér dettur í hug ræktað. Svo voru kokkarnir á hótelinu tilbúnir til að útbúa nánast hvað sem er fyrir okkur. Hótelið var í fallegum egypskum stíl svo að koma þanga inn var eins & að vera stödd í gömlu hofi.

Ég fékk samt ansi skrautlega hand- & fótasnyrtingu á snyrtistofunni haha. Ég skartaði þessari yndislegu blómaskreytingu næstu vikurnar í Afríku. Glöggir sjá neongulu táneglurnar & jú það var svo sannarlega líka blómaskraut á þeim.


TEMPLE OF KARNAK

Einn af hápunktunum í Luxor var að skoða Karnak Temple en það er stærsta trúarlega bygging sem hefur nokkurn tímann verið byggð! Enda er hofið risastórt. Það var byggt 2055 árum fyrir krist.

Ég vona að þú hafið gaman af myndunum elsku lesandi en mér finnst þær of fallegar til að deila ekki! Við vorum þarna í tvo klukkutíma en þeir liðu í alvöru eins & tíu mínútur. Þvílíkur staður!

Sacred lake við Karnak Temple.

Mér fannst þessar aðeins of sætar!


Luxor í bakgrunn.

MORTUARY TEMPLE OF HATSHEPSUT

Þetta hof minnti mig frekar á höll, það er svo töff. Það var byggt til að minnast queen Hatsthepsut en hún var ein af fáum kvenkyns faróunum & klæddi sig eins & karlmaður til að láta taka sig alvarlega. Hún hefur verið kölluð ,,the first great woman in history,” hversu geggjuð!

Það er svo ótrúlega flott að sjá hvernig hofið er byggt upp í klettana & litirnir falla alveg saman eins & þú sérð hérna fyrir ofan elsku lesandi. Egyptarnir fíla beige eins & ég.


inní grafreitunum, sturlað flott

VALLEY OF THE KINGS

Í Luxor eru bæði Valley of the kings og Valley of the queens en gáfum okkur bara tíma fyrir annað. Valley of the kings stærra svo leiðin lá þangað í þetta skiptið! Það er dalur sem er fullur af grafhýsum faróanna og meðal annars liggur Hatshepsut þar. Faróarnir liggja innst inni í göngum sem eru grafin inn í fjöllin og eru allir veggir skreyttir með egypsku munstri, meira að segja loftið.

COLOSSI OF MEMNON

Mér finnst svo fallegt hvernig leifarnar af forn egyptum falla inn í umhverfið en bara úta næsta götuhorni eru tvær risastórar ótrúlega flottar styttur af farónum Amenhotep III. Það er passað vel upp á allar svona minjar í landinu en menn standa vörð allan sólarhringinn. Stytturnar voru byggðar nálægt Cairo og einhvern veginn fluttar þaðan á staðinn sem þær eru í dag, ekki nema um 500 kílómetra leið. Við erum að tala um árið 1350 fyrir krist en talið er að þær séu alltof þungar til þess að hægt hafi verið að flytja þær á Níl og er þetta því eitt af því sem menn hafa ekki hugmynd um hvernig forn egyptar fóru að.

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

2 thoughts on “PERLA EGYPTALANDS

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: