PERLA EGYPTALANDS

-english version below-

Reisan heldur áfram og næsti áfangastaður er Luxor sem er borg í suðurhluta Egyptalands. Það tekur um sjö tíma að keyra þangað frá Cairo en við flugum, það tók innan við klukkutíma. Ég myndi ekki sleppa Luxor ef þú ert að plana ferð til landsins.

Við vorum svo peppuð fyrir 2020 eins og margir aðrir… það átti að verða besta árið!


Sólin að setjast yfir Níl.

This image has an empty alt attribute; its file name is 48b43069-85dd-4333-8164-7c03df17672a.jpeg

HÓTELIÐ

Við gistum á æðislegu fimm stjörnu hóteli en verðið á því var bara algjört grín, svo ódýrt miðað við gæði. Ég get hiklaust mælt með, þar var allt sem maður þarf. Falleg og hrein herbergi, sundlaug með útsýni yfir Níl, góður matur & girnilegt hlaðborð. Maturinn í Egyptalandi er svo ferskur og girnilegur, en þar er bara ALLT sem þér dettur í hug ræktað. Svo voru kokkarnir á hótelinu tilbúnir til að útbúa nánast hvað sem er fyrir okkur. Hótelið var í fallegum egypskum stíl svo að koma þanga inn var eins og að vera stödd í gömlu hofi. Þið getið fundið hótelið HÉR.

Ég fékk samt hrikalega handa- og fótasnyrtingu á snyrtistofunni haha. Það var allt saman mjög sérstök upplifun. Ég skartaði þessari yndislegu blómaskreytingu næstu vikurnar í Afríku. Glöggir sjá neon-gulu táneglurnar og jú það var svo sannarlega líka blómaskraut á þeim.


TEMPLE OF KARNAK

Einn af hápunktunum í Luxor var að skoða Karnak Temple en það er stærsta trúarlega bygging sem hefur nokkurn tímann verið byggð! Enda er hofið risastórt. Það var byggt 2055 árum fyrir krist. Þar bjuggu jarðar gyðjan Mut, maður hennar Amun og sonur þeirra Khonsu. Hver og einn átt sinn part af hofinu.

Ég vona að þú hafið gaman af myndunum elsku lesandi en mér finnst þær of fallegar til að deila ekki! Við vorum þarna í tvo klukkutíma en þeir liðu í alvöru eins og tíu mínútur. Þvílíkur staður!

Sacred lake við Karnak Temple.

Mér fannst þessar aðeins of sætar!


Luxor í bakgrunn.

MORTUARY TEMPLE OF HATSHEPSUT

Þetta hof minnti mig frekar á höll, hann er svo töff. Hofið var byggt til að minnast queen Hatsthepsut en hún var ein af fáum kvenkyns faróunum og stóð sig vel í heil 22 ár, samkvæmt sögunni. Hún klæddi sig eins og karlmanns faró til þess að láta fólk halda að það hefði sterkann leiðtoga. Hún hefur verið kölluð ,,the first great woman in history,” hversu geggjuð!

Það er svo ótrúlega flott að sjá hvernig hofið er byggt upp í klettana og litirnir falla alveg saman eins og þið sjáið hérna fyrir ofan. Egyptarnir fíla beige eins og ég.


inní grafreitunum, sturlað flott

VALLEY OF THE KINGS

Í Luxor eru bæði Valley of the kings og Valley of the queens en gáfum okkur bara tíma fyrir annað. Valley of the kings stærra svo leiðin lá þangað í þetta skiptið! Það er dalur sem er fullur af grafhýsum faróanna og meðal annars liggur Hatshepsut þar. Faróarnir liggja innst inni í göngum sem eru grafin inn í fjöllin og eru allir veggir skreyttir með egypsku munstri, meira að segja loftið.

COLOSSI OF MEMNON

Mér finnst svo fallegt hvernig leifarnar af forn egyptum falla inn í umhverfið en bara úta næsta götuhorni eru tvær risastórar ótrúlega flottar styttur af farónum Amenhotep III. Það er passað vel upp á allar svona minjar í landinu en menn standa vörð allan sólarhringinn. Stytturnar voru byggðar nálægt Cairo og einhvern veginn fluttar þaðan á staðinn sem þær eru í dag, ekki nema um 500 kílómetra leið. Við erum að tala um árið 1350 fyrir krist en talið er að þær séu alltof þungar til þess að hægt hafi verið að flytja þær á Níl og er þetta því eitt af því sem menn hafa ekki hugmynd um hvernig forn egyptar fóru að.

//

The trip continued as we flew south to the city of Luxor. It’s a beautiful and chilled city that I would not skip if you’re planning a trip to Egypt.

We stayed at a five star hotel called Mercure Luxor Karnak and it’s close to the Karnak temple. The hotel so nice and the price was also very low. The hotel has a beautiful pool overlooking the Nile river. The rooms are nice and clean and don’t get me started on the food, there is a amazing buffet with local fresh food and chefs that can cook anything for you. You can find the hotel here.

The Karnak temple is probably the biggest attraction in Luxor. It’s a huge temple that was built for the earth goddess Mut, her husband Amun and their son Khonsu 2055 BC. Each of them owned a part of the temple but you could fit a village in there.

Mortuary temple of Hatshepsut reminded me of a palace but it’s built inside the rocks and it’s so cool. It was built to remember Hatshepsut but she was a successful pharo for 22 years according to the history. She dressed a a male pharo to make people belive that they had a strong leader. She has been called “the first great woman in history”. What a queen!

Luxor has two valleys one is called Valley of the kings where the pharos are buired and Valley of the queens where their wives are buired. We visited the Valley of kings. The tombs are ate the end of tunnels that are built inside the mountain. The walls are stunning, they have egyptian pattern everywhere.

Luxor is so pretty because you can see ancient Egypt at every corner mixed with people’s homes. Colossi of Memnon are to gigantic statues of the pharoah Amenhotep III. They were built in northern Egypt and then somehow transported to Luxor, the distance is over 500 kilometers. This was 1350 BC. People have no clue how they did it.

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram. Þið hafið nokkur verið að spurja mig þar um alls konar og ég hef bara gaman af því 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

2 thoughts on “PERLA EGYPTALANDS

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: