LEIGUBÍLL YFIR EYÐIMÖRKINA

-english version below-

Leiðin lá á ströndina til Hurghada í smá slökun. Þangað voru engin flug svo við redduðum okkur bílstjóra. Það er ein rúta sem fer þarna á milli en okkur fannst einhvern veginn öruggara & þægilegra að vera útaf fyrir okkur. Þetta var mjög skemmtilegt og fer í reynslubankann. Það er frekar fyndið að geta sagst hafa tekið leigubíl yfir eyðimörk. Þetta svæði er austasti parturinn af Sahara.

Ég væri til í þessi strá heim til mín takk.

Bílstjórinn okkar var algjört yndi og keyrði okkur fra hóteli til hótels. Leiðin frá Luxor var rosalega falleg. Keyrðum í gegnum bæinn Qena og svo smám saman sáum við færri og færri tré og tók eyðimörkin við.

Ég vona að þið hafið gaman af myndunum. Ég hef svo gaman af því taka óuppstilltar myndir af fólki á förnum vegi.

SAHARA

Það var ein sjoppa með útimarkaði in the middle of nowhere, mér leið eins og ég væri stödd í bíómynd. Starfsmaðurinn ætlaði að rukka okkur sjúklega mikið fyrir að fá að nota klósettið, aldeilis hægt að hafa álag þarna. Við prúttuðum smá en leyfðum honum svo sannarlega að græða á okkur.


HURGHADA

Það var gott að koma þangað í rólegheit áður en tjald- og rútulífið tæki við. Í Hurghada er fullt af hótelum og mörg af þeim eru með einkastrendur. Eina sem ég hef útá okkar dvöl að að setja er veðrið. Það var fullkalt í byrjun janúar fyrir ströndina, nánast eins og vordagur á Íslandi. Ef ég fer aftur væri flott að fara aðeins nær sumartímanum.

SNORKLFERÐ

Rauðahafið er talinn besti staður í heiminum til að snorkla og kafa. Við fórum í snorklferð og siglingu sem var mjög skemmtileg en við vorum gjörsamlega að frjósa allann tímann það var svo kaldur vindur. Það var erfitt að mana sig ofaní sjóinn sem var svo mjög hlýr! Við stoppuðum á ströndinni á Giftun island og svo snorkluðum við lengst útá hafi. Sjórinn er alls staðar sjúklega tær. Við sáum fullt af litríkum fiskum og kóralrifjum.

Vaknaði 25 ára í Egyptalandi.

SÓLSETURS FJÓRHJÓLAFERÐ

Á besta degi ársins, 10.janúar átti ég geggjaðan afmælisdag. Haukur sendi mig í nudd á hótelinu og svo fórum við í eyðimörkina í fjórhjólaferð. Þegar við vorum að keyra útaf bílastæðinu á fjórhjólunum þá tókst mér einhvern veginn að klessa (mjög mjúklega) aðeins á vegg. Ég var greinilega aðeins of spennt.

Í kjölfar þess ætluðu egypsku hópstjórarnir að senda mig í hægari hópinn en það var skipt í tvo hópa hraðferð og hægferð. Þeim fannst ég nú ekki góð að stýra. En ég var alveg ágæt og þrætti aðeins við þá þar til að ég fékk að skipta um hóp þegar við vorum hálfnuð. Þeir voru svakalega hissa á mér og var ég orðin smá fræg þarna sem einhver evrópsk snarákveðin pía haha! Ég ætlaði að fá smá adrenalín á afmælisdaginn en ekki rúlla um í ömmuhóp.


//

There were no flights from Luxor to Hurghada so we booked a driver. The area around Luxor was so pretty, then we slowly saw fewer and fever trees and drove into the desert.

I hope you enjoy the photos above, I like taking unplanned photos of people.

The Red sea is one of the absolute best diving and snorkeling spots in the world. The sea is very clear and warm. We had a full day snorkeling trip and we also stopped on the beautiful Giftun island to relax. But we didn’t enjoy it as much as we wanted to because it was windy and the wind was cold, reminded us of spring in Iceland. So we were not eager to jump in the sea and snorkel but the sea was very nice and we saw a lot of colorful fishes and coral reefs.

On my 25th birthday the 10th of January we went to a sunset ATV trip in the desert. It was so fun! When we were driving out of the parking lot I somehow managed to drive to a wall. So they group leaders wanted to send me with the slower group. There were two groups, one fast and one slow. I talked me into the faster group when the trip was halfway through and I got famous there for being and independent strong europian woman haha! We stopped a couple of times. First by the sea and then saw the sun set behind the mountains.

I really enjoyed Hurghada since it has so many things to offer. The only thing is that in January it was a bit cold for the beach but Hurghada would be perfect to visit closer to the summertime.

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram. Þið hafið nokkur verið að spurja mig þar um alls konar og ég hef bara gaman af því 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: