AFRÍKUSAFARÍ

-WELCOME TO MY BLOG! ENGLISH VERSION BELOW-

Velkomin á bloggið mitt ❤ Ímyndið ykkur mánuð á flakki í Afríku, ferðast um í rútu með geggjuðum hóp af fólki og horfa á gullfallegt landslagið. Hoppa svo út annað slagið og heimsækja framandi staði og sjá ÖLL dýrin. Það er einmitt það sem við gerðum í þessari 27 daga safaríferð. Við bókuðum ferðina á vegum Kilroy en hún er á vegum ferðaskrifstofunnar G adventures og hét SERENGETI, FALLS AND BEACHES. Ferðirnar hjá þeim breytast örlítið reglulega og fá þá ný nöfn.

27 DAGA ÆVINTÝRI

Ferðin er 27 dagar og hófst í höfuðborg Keyna í Nairobi. Þar er hisst á hóteli kvöldið áður en ferðin ,,hefst” og þá er líka kynningarfundur. Daginn eftir er strax keyrt suður til Tansaníu.

TANZANIA 10 DAGAR

Í Tansaníu er svo margt að gera þar er Serengeti þjóðgarðurinn sem er einn allra stærsti og þekktasti þjóðgarðurinn í allri Afríku. Þar eru miklar sléttur og mikið dýralíf. ásamt Ngorongoro crater sem er algjört náttúruundur. Það er dæld sem myndaðist fyrir 2.5milljónum ára þegar risa eldfjall gaus og tæmdist. Í svona ,,craterum” er oft fjölbreytt og rík náttúa en mér leið þarna eins og ég væri stödd í Jurassic park!

Þaðan er haldið til Zanzibar sem er algjör paradísareyja! Hún er við austurströnd Tansaníu. Þar slökuðum við á og fórum í spice tour.

MALAWI 4 DAGAR

Keyrt niður til Malawi og dvalið við Lake Malawi. Hægt er að fara í þorps túr eða busla í vatninu og reyna að láta ekki allar moskítóflugurnar bíta sig.

ZAMBIA 4 DAGAR

Í Zambiu er haldið í South Luwanga þjóðgarðinn. Þar er einnig fullt af dýrum en allt öðruvísi umhverfi en í Tansaníu. Tjaldsvæðið er inni í miðjum þjóðgarðinum þar sem maður er umvafinn krókódílum, ljónum, flóðhestum og öllum dýrum sem manni dettur í hug. Við gistum upp við Luangwa ánna en þar sá ég fallegasta sólsetur sem ég hef séð.

ZIMBABWE 4 DAGAR

Við landamæri Zambiu og Zimbabwe liggja Victoria falls. Þar er alls kyns afþreyging í boði eins og þyrluflug, sigling og teygjustökk. Sunnar í Zimbabwe er farið á magnaðan stað, í Matobo þjóðgarðinn. Fegurðin þar er engu lík. Þar erfarið í ,,walking trekk” og finna hvíta nashyrninga.

SUÐUR AFRÍKA 4 DAGAR

Í Suður Afríku eru farið í annan þekktan þjóðgarð sem heitir Kruger. Sá þjóðgarður nær yfir mjög stórt svæði og þar er fullt af dýrum en við sáum m.a. ljónafjölskyldu og heilu hjarðirnar af fílum, alveg geggjað. En gott er að hafa í huga að safarí ferðir eru ekki dýragarðar og því er ekki hægt að ganga út frá því að sjá allt sem maður óskar sér.

Eins og fararstjórinn okkar sagði: þetta er ekki frí, þetta er ævintýri. Og það var alveg spot on en ferðin var algjör draumur og ég hlakka til að deila henni með ykkur.

//

MONTH OF ADVENTURES

The safari trip is 27 days. Imagine driving through Africa with a group of fun people. Stopping at amazing places and see wild animals everyday. That’s how this safari is

TANZANIA 10 DAYS

Tanzania has a lot to offer and you spend a couple of days both in the famous Serengeti national park and Ngorongoro crater. Serengeti is a huge area and there are a lot of animals there. The crater was formed 2.5 million years ago when a volcano erupted. It’s a beautiful area with rich nature and wildlife.

Then you head to Zanzibar and spend two days by the beach or you can go snorkeling, diving and have a spice tour.

-MALAWI 4 DAYS-

You drive south to Kande beach by Lake Malawi wich is a huge lake. There you can get to know the locals in the next village. We saw a football game and it was so much fun. Or just relax by the lake but swimming is not allowed during the night time in because that’s the time when the crocodiles and hippos are hungry.

-ZAMBIA 4 DAYS-

In Zambia you visit South Luwanga national park. You camp inside the middle of the park by the Luangwa river. There I saw the most beautiful sunsets I’ve ever seen.

-ZIMBABWE 4 DAYS-

Victoria falls are located in Zimbabwe just by the border of Zambia. You spend 2 days there and there is a lot of activities such as bungee jumping or have a helicopter ride above the falls. Or you can just see the falls by yourself, have a massage and experience the town of Victoria falls. Then you drive south to the amazing Matobo national park. There you have a walking trekk to see white rhinos. That is an experince that I cannot put to words.

-SOUTH AFRICA 4 DAYS-

In South Africa the trip is headed to Kruger national park. The landscape in each country and each national park is unique. In this area there are a lot of trees so its more difficult to see the animals but we still saw a lot, a family of lions and elephants. Remember a safari trip is not a zoo so you cannot guarantee that you will se every animal you wish to see.

One of out guides said this is not a vacation, this is an adventure. And that was so true but this trip is truly the most fun I’ve had in my life. I look forward to share the journey with you.

Ef ykkur líkar við færslurnar mínar þá er hægt að fá email þegar þær koma inn, það er neðst á síðunni 🙂 Svo er hægt að kommenta undir þær ef þið hafið eitthvað fallegt að segja eða einhverjar spurningar! Eins má alltaf senda á mig beint á instagram// instagram.com/elisapalmad

Takk fyrir að lesa ❤

Elísa Pálma

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: