TANZANIA

STAÐREYNDIR UM TANZANIU

-aðaltungumálin eru svahílí & enska en frasar úr Lion King eins og Hakuna Matata koma frá svahílí-

-þar er Serengeti, einn þekktasti þjóðgarður í allri Afríku-

-þar er Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku –

-þar geturðu THE BIG FIVE: ljón, buffalo, nashyrning, fíl & hlébarða-

-hvernig segirðu halló?–> jambo & takk?–> ashante sana

-30% af landinu eru þjóðgarðar eða friðað svæði-

VELKOMIN/N á bloggið mitt<3 Á 10 dögum í Tanzaniu sáum við fullt af dýrum, keyrðum í gegnum ótal marga bæi og borgir og rigguðum upp tjaldinu okkar þvers og kruss yfir landið.

það er ekki óvanalegt að keyra fram hjá einum aparassi í Afríku..þó það sé ekki inní þjóðgarði
cute

hlébarðar eru svo bilaðslega fallegir

photo credit to olivia ❤

SERENGETI NATIONAL PARK

Serengeti er risa stór þjóðgarður sem nær yfir slétturnar í Tanzaniu. Þær gera manni kleift að sjá fullt af dýrum eins og þið sjáið á myndunum fyrir ofan. Mögnuð upplifun og mæli ég sterklega með staðnum. Við vorum tvo daga þar og gistum í tjaldi í miðjum þjóðgarðinum!

Við vorum svo ótrúlega heppin að sjá the wildebeest migration en þessi dýr heita gnýr á íslensku & þeir elta rigninguna og gróðurinn því þar vilja þeir vera. Þannig að heilu hjarðirnar af þeim, margar milljónir, fara milli svæða. Manstu eftir atriðinu þegar Múfasa deyr.. það voru gnýr.


BUFFALÓ HEIMSÓKN

Nóttina milli þess sem við vorum í Serengeti og Ngorongoro gistum við í tjaldi bara einhvers staðar í náttúrunni, án nokkurra grindverka. Á svoleiðis tjaldsvæðum er alltaf vörður sem vaktar svæðið á nóttunni og skýtur í mesta lagi úr byssu upp í loft til að fæla dýr frá. Þegar ég ætlaði að hoppa á útiklósettið og bursta í mér tennurnar þá sá ég eitthvað. Ímyndið ykkur svartamyrkur en sjá allt í einu mörg hvít augu í fjarska. Þar voru um 10 buffaló og þeir eru ekkert eðlilega stórir og ekki láta mig byrja á þessum hornum! Þeir lögðu sig þarna en kíktu svo á okkur en um miðja nótt vaknaði ég (& fleiri) við að það væri eitthvað að nuddast uppvið tjaldið okkar. Daginn eftir var mér sagt að það voru buffalóarnir aaðeins að skoða sig um. Enn og aftur kom Afríka á óvart, þvílík upplifun. Það fór samt ótrúlega vel um okkur í tjöldunum og var ég ekki lengi að sofna aftur!

Þessi mynd er tekin fyrr um kvöldið, þá sáum við buffaló með mikilli nálægð & hugsaði ég varla um annað en hvað þau væri STÓR.


á þessum árstíma koma bleikir flamingo fuglar í Ngorongoro crater
það er sjaldgjæft að sjá svarta nashyrninga, þeir eru risastórir

NGORONGORO CRATER

Crater er dæld eftir eldfjall sem hefur tæmst en þetta er stærsta sinnar tegundar í heiminum. Á þessu svæði er ótrúlega ríkt dýralíf og svo er náttúran geggjuð, leið eins og ég væri stödd í Jurassic park. Ef þú kæri lesandi ert á leið í Serengeti þá myndi ég ekki sleppa Ngorongoro en það er ekki langt í milli.


PARADÍSIN ZANZIBAR

Þvílík paradís! Þetta var eina skiptið í reisunni sem við brunnum en sólin þarna er rosalega sterk & pössuðum við okkur að brenna ekkert meira í ferðinni! Við nutum þess að vera a hóteli eina nótt & fórum í spice tour því þarna vaxa endalaust af kryddum, ávöxtum og jurtum.

THE ROCK RESTAURANT

Ég fann þennan geggjaða veitingastað á netinu en hann er á kletti við ströndina. Ef það er flóð þá þarf árabát til að komast að honum en ef það er fjara þá er hægt að labba. Hópurinn okkar frétti af þessari hugmynd og á endanum fór helmingurinn af þeim með. Þetta var svo æðislegt! Horfa á sólsetrið & borða góðan mat með skemmtilegu fólki, hvað getur klikkað?

//

FACTS

-the main languages are swahili and english

-Tanzania has Serengeti, the most known African national park

Ef ykkur líkar við færslurnar mínar þá er hægt að fá email þegar þær koma inn, það er neðst á síðunni 🙂 Svo er hægt að kommenta undir þær ef þið hafið eitthvað fallegt að segja eða einhverjar spurningar! Eins má alltaf senda á mig beint á instagram// instagram.com/elisapalmad

Takk fyrir að lesa ❤

Elísa Pálma

One thought on “TANZANIA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: