TJALDAÐ MEÐ KRÓKÓDÍLUM OG FLÓÐHESTUM

27 DAGA SAFARÍ

SOUTH LUWANGA NATIONAL PARK

Vertu velkomin/n á einn fallegasta & mest róandi stað sem ég hef komið á. Held að þetta sé mitt ,,happy place”. Við gistum á tjaldsvæði í South Luwanga þjóðgarðinum. Fyrir neðan okkur rann Zambezi áin en hún rennur í gegnum Zambiu og endar í Victoriufossum þar sem landamæri Zambiu, Zimbabwe & Botswana mætast. Sólsetrið í South Luwanga var gullfallegt, sólin speglaðist í ánni & í fjarska sáum við flóðhestahjörð baða sig! Magnað. Við máttum ekki koma nálægt árbakkanum bæði vegna flóðhestanna og svo búa líka krókódílar þarna og þeir geta hlaupið hratt. En við fengum eitt tips, ef við yrðum svo óheppin að krókódíll myndi elta okkur þá á að hlaupa sikksakk þar sem þeir horfa bara beint fyrir framan sig. Þetta var allt án grindverka svo að það var alltaf vörður á vaktinni. Ef við þurftum að stökkva út að pissa á nóttunni þá var bannað að fara einn það varð að vekja tjaldfélagann svo að hann gæti fylgst með hvort að hann sjái hvít augu einhvers staðar. Ég þurfti sem betur fer aldrei að gera það!

Eitt kvöldið sáum við þó krókódíl við árbakkann, kom þar höfuðljósið vel að notum. Hann lá grafkyrr en þeir þurfa orku frá sólinni & veiða því lítið á nóttunni.


Útsýnið mitt úr tjaldinu

APAPARTÝ

Meðan helmingur hópsins fór í auka safarí í þjóðgarðinum þá fengum við hin okkar eigin apasafarí. Við vorum að spila og þá komu apar sem voru svolítið spenntir fyrir snakkinu okkar. Þeir hoppuðu og skoppuðu upp og niður rútuna okkar svo upp í trén og gjörsamlega sleiktu hvern einasta bita úr snakkpokanum.

Það var æðislegt að vera í Zambiu en þeir sem fóru í safarí sáu fullt af dýrum svo ég verð eiginlega að fara aftur á þessar slóðir og skoða meira af æðislegu Zambiu.

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: