ER GLASIÐ ÞITT HÁLF FULLT EÐA HÁLF TÓMT?

27 DAGA SAFARÍ

LAKE MALAWI

Lake Malawi er RISA stórt vatn sem nær nánast yfir allt landið og gistum við á tveimur stöðum við vatnið. Þegar við mættum á fyrri staðinn þá vorum við Haukur frekar þreytt eftir langa keyrslu og upgradeuðum úr tjaldinu okkar góða yfir í herbergi. Mér leist ekki á blikuna þegar leið á kvöldið en ég sá aðeins of margar pöddur í herberginu..bjöllur, kakkalakka, fljúgandi kakkalakka og svo framvegis.. Svo sá ég eina eðlu en þær eiga að borða pöddurnar svo ég pældi ekki meira í því.

Ég vaknaði svo um nóttina til að hoppa á klósettið og sá þá KAKKALAKKA rétt fyrir ofan höfuðið á Hauki. Það heyrðist svo fáranlega mikið í honum labba á rúmgalfinum. Til að bæta gráu ofan á svart þá var yfirleitt moskítónet utan um öll rúm til að verja mann gegn pöddum og bitum, en það var ekki þarna, týpískt! Við hefðum bara átt að gista í tjaldinu en þangað komast pöddurnar varla inn ef maður lokar strax á eftir sér. En svona er þetta bara við heyrðum oft sagt TIA sem stendur fyrir This Is Africa. Pöddur, skítug klósett o.fl. getur verið partur af því að ferðast og það bara þýðir ekki að vera með pempíustæla! Ég hafði gott og gaman af því að ýta mér út fyrir þægindarammann og mæli með! Ég lifði þessa nótt af og það er svo gaman í Afríku að það væri fáránlegt að mínu mati að láta nokkrar (margar) pöddur skemma fyrir sér.

ÞORPSLEIÐANGUR

Seinna stoppið var við Kande beach. Þar fór ég fór í þorpsleiðingur með hópnum á meðan Haukur fór á árabát út á Lake Malawi ásamt nokkrum öðrum.

Ég fékk smá menningarsjokk þegar ég sá aðstæðurnar sem fólkið þarna er vant. Sem dæmi þurfa þau að labba ágætis spöl til að sækja sér vatn og húsin voru ólík því sem ég hef vanist. En fólkið þarna virtist bara ánægt með lífið og krakkarnir voru skælbrosandi. Þeir léku sér bara með það sem var í boði t.d. dekk, eða fótbolta úr gúmmíi.

Mér fannst þessi heimsókn góð áminning fyrir mig að vera þakklát fyrir allt sem ég á og hvað raunverulega skiptir máli. Það er ekki sjálfgefið að eiga tannbursta, skópar eða tækifæri til að mennta sig. Í landinu er átak varðandi menntun en mikið er lagt uppúr því að sem allra flestir fái að fara í háskóla. Það er samt langt í land. Munum að grasið er ekki alltaf grænna hinu megin, þetta er svolítið spurning um hugarfar; er glasið þitt hálf fullt eða hálf tómt.

FÓTBOLTALEIKUR

Einn snillingur úr þorpinu fór með okkur á fótboltaleik þar sem liðið úr öðru þorpi keppti við ,,okkar” lið. Þvílík leikgleði og stemming! Það voru allir mættir, aldnir sem ungir og hvöttu sitt lið áfram. Í hálfleik var sungið og máttu allir vera með eins og sést á myndbandinu fyrir ofan. Svona á þetta að vera! Í lok leiks skoraði okkar lið sigurmarkið og það trylltist allt.

Við áttum geggjað kvöld með hópnum okkar þar sem við dönsuðum og skemmtum okkur. Við skiptumst á að velja lög frá okkar löndum og íslensku lögin slógu svo sannarlega í gegn!

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram. Þið hafið nokkur verið að spurja mig þar um alls konar og ég hef bara gaman af því 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: