GERÐUM VIÐ ÞETTA BARA!?

27 DAGA SAFARÍ

TEYGJUSTÖKK

Ég trúi stundum ekki ennþá að við höfum gert þetta en við fórum í teygjustökk!! Margir í kringum okkur skilja ekki hvernig við gátum það því mörgum finnst þetta svoo ógnvekjandi & við Haukur erum alveg sammála því. Við bara gerðum þetta samt..!

Victoria falls bridge, brúin sem við stukkum af

Ég er stundum smeyk við svona lagað, ég get verið lofthrædd þegar ég er ekki í lokuðu rými, er smá sjóhrædd ef hann er ekki tær, eiginlega bara af því að ég er alveg hrikalega hákarlahrædd; þó að ég viti að þeir vilji ekki éta okkur… Fæ innilokunarkennd í rörum (hóst pýramídaupplifunin mín sem þú getur lesið um hérna), þannig að ég var með eitt markmið í ferðinni & það var:

FACE YOUR FEARS. Fara út fyrir þægindarammann & gera hluti sem eru óþægilegir. Ég held að mér hafi tekist vel til.

Teygjustökkið er staðsett í Victoria falls þjóðgarðinum þar sem stokkið er yfir Zambezi ánna en fossarnir sjálfir eru bakvið brúnna. Í ánni eru krókódílar & fallið er 111 metrar eða um 5 sekúndur af frjálsu falli. Er hægt að fá meira adrenalín kikk?! Við vissum alla ferðina að þetta væri í boði & höfðum við Haukur hugsað okkur að fara. Það var því hressandi að fá áskorun frá einum af vini okkar í hópnum að koma með honum í þetta. Þá var það ákveðið.

á leið í svaðilförina

Við fórum fjögur, Haukur, ég & tveir strákar. Einnig voru tvær stelpur í stuðningsliðinu okkar sem komu með & þeim leist sko ekki á þetta. Ég gleymi því ekki þega ég spurði eina: af hverju ætlar þú ekki? Uuuu af því að ég vil LIFA takk!!

…Jájá ekkert mál fyrir mig sem var smá stressuð en samt sem áður furðu róleg yfir þessu. Ég varð ekki hrædd fyrr en að röðin var komin að mér & ég fann allt þetta tómarúm fyrir neðan mig. Það er erfitt að útskýra það en líkamstjáningin mín sýnir að ég vildi alls ekki detta haha. Það á að vera með beina fætur & hendurnar út til hliðanna. Ég gerði það að sjálfsögðu ekki & vildi greinilega ekki sleppa fótunum af syllunni & baðaði höndunum út til að stoppa mig eða eitthvað. En þetta var alveg klikkaðslega gaman & tilfinning sem er ekki hægt að lýsa! Myndband af þessu er í highlights á instagram undir ZIMBABWE.

Það er mjög flott umgjörð í þarna & til að mynda tóku starfsmennirnir upp þegar þeir voru að preppa mig fyrir stökkið til að það sé sönnun fyrir því að allt sé rétt fest á. Svo segja þeir FESTING EITT & sá næsti segir CHECK og svo framvegis þannig að þeir fara tvisvar yfir allt.

Beint eftir teygjustökkið röltum við yfir að skoða Victoriu fossana & þeir voru magnaðir, svo ótrúlega stórir & flottir. Það var mælt með að leigja sér regnslá því oft blæs mikið vatn á mann en við sluppum alveg við það.

MATOBO NATIONAL PARK

Við áttum mjög eftirminnilegan dag í Matobo þjóðgarðinum. Þar eru hægt er að fara í gangandi leiðangur að finna hvíta nashyrninga. Það finnast tvær tegundir af nashyrningum í Afríku en það eru svartir & þeir eru mjög stórir & geta verið árasargjarnir. Við sáum slíkan í Tanzaniu & hægt er að lesa um það HÉR. Þeir hvítu eru minni & ráðast að öllum líkindum ekki á mann.

Það er algjör sorgarsaga í kringum nashyrninga þar sem þeim fækkar með hverju árinu. Menn eru að drepa þá fyrir hornin vegna þess að það er gömul trú frá Asíu sem segir að hornin hafi lækningarmátt.. sem þau gera alls ekki. Þeir eru verndaðir í dag til að sporna við þessari fækkun þar sem þjóðgarðarnir eru vaktaðir allan sólarhringinn. Einnig er verið að saga af þeim hornin til að þeir séu minna skotmark en hornin eru einfaldlega eins & neglurnar okkar. Svo að það er sem betur fer sársaukalaust að saga þau af & svo vaxa þau aftur.

Við máttum ekki segja hvar við vorum á meðan við vorum þarna & svo þurftum við að skrifa undir líf okkar ef eitthvað kæmi uppá, að við værum þarna á okkar eigin ábyrgð. Frekar klikkað! Leiðarstjórinn okkar var algjör snillingur, hann vissi allt um dýrin, svæðið & gróðurinn & hafði mikla ástríðu fyrir vinnunni sinni. Hann fræddi okkur um ástandið á nashyrningastofninum og vill að allur heimurinn heyri þessi skilaboð, hversu heimskulegt & sorglegt að sé að drepa dýrin fyrir hornin!

við skitptumst á að fá að sitja í kóngasæti framan á safaríbílnum

fallegir munir á markaði heimamanna

Við klöngruðumst upp á fjall & sáum um 5 þúsund ára gömul listaverk.

sturluð náttúrufegurð

Þegar sólin var að setjast þá fórum við aftur að leita að nashyrningum. Þjóðgarðsverðirnir vissu ca hvar þeir voru en ekki nákvæmlega & vorum við heillengi að finna þá. Það var að verða dimmt & við þurftum að fara að drífa okkur til baka sem var smá svekkjandi. EN svo eftir klukktíma labb fundum við þá! Þetta var svo magnað því að það var svo mikil kyrrð & falleg birta. Við vorum svo ótrúlega nálægt þeim, það voru ekki nema 3 metrar. Einn af hápunktum Afríku fyrir mig. Ég þorði lítið að taka myndir þar sem ég vildi ekki að það kæmi flass í augun á þeim & tók þessa einu mynd. Þykir mjög vænt um hana.

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: