SAVE THE BEST FOR LAST

-english version below-

27 DAGA SAFARÍ

Síðasta stoppið í mesta ævintýri lífs míns! Síðasta landamærastoppið og fararstjórinn varaði okkur við að það gæti orðið langdregið. Landamærin milli Zimbabwe og Suður-Afríku eru mjög troðin allla daga þar sem fólk fer yfir til Suður- Afríku að versla vörur sem eru ódýrari þar og svo beint til baka sama dag.

Við Haukur vorum orðin nokkuð sjóuð í landamærastoppum og með þolinmæðina til hliðsjónar. Hópurinn okkar stökk útúr rútunni og í einhverja lengstu röð sem ég hef séð, ekki nóg með það heldur var glampandi sól, algjört logn og um 37 gráðu hiti. Við stóðum þar í ca 2 mínútur þegar okkur var hleypt í röðina sem við áttum að fara í en hún var mun styttri og INNI, sérstök röð fyrir túristahópa og tók þetta ekki nema nokkrar mínútur í heildina. Stundum er heppnin bara með manni!

TSHIPISE

Tshipise- a forver resort er klárlega flottasta tjaldsvæðið sem við dvöldum á. Þar er hægt að tjalda eða gista í litlum trjákofa. Þar er köld sundlaug, heit sundlaug og veitingastaður. Algjör lúxus. Svo voru sætir apar að leika sér útum allt.

ljónafamilían sést þarna í fjarska

það er frekar fyndið að sjá gíraffa beygja sig

þetta termíta (maura) bú er stærra en ég

KRUGER NATIONAL PARK

Kruger þjóðgarðurinn er sá þekktasti í Suður- Afríku. Þar er mikið af gróðri og trjám svo að stundum sér fólk ekki svo mikið af dýrum en við sáum fullt af þeim. Það voru margir fílar á vappi þennan dag sem gladdi mig svo mikið, ég elska fíla! Við sáum heila ljónafjölskyldu og svo lá hýena við veginn. Hver hefði trúað að hýenur gætu verið sætar, eftir að hafa alist upp við Lion King?!

BLESS AFRÍKA

Síðasta kvöldið okkar í Afríku sáum við sturlað dansatriði frá unglingum sem búa á svæðinu. Myndband af því sést hjá mér í highlights á instagram. Ég ætla að enda þetta á nokkrum spurningum sem ég hef fengið varðandi Afríkupakkann. Þið hafið nokkur verið að spurja mig um ferðalagið á instagram og mér þykir ótrúlega gaman að sjá hve margir eru að plana ferð til Afríku! Það má alltaf senda á mig, ef þið eruð að velta einhverju fyrir ykkur 🙂

NEXT UP: ASÍA

Var ekkert mál að gista svona mikið í tjaldi? Mér fannst það ekkert mál enda var ég búin að lesa mér til um þetta og undirbúa mig. Það fór ótrúlega vel um mig í tjaldinu sjálfu og komst ekki ein padda þangað inn. Það einfalt mál að tjalda, tók í mesta lagi 3 mínútur. Bara ekki mikla það fyrir sér!

Þurftu þið að taka malaríulyf? Já það þurfti fyrir nánast alla leiðina. Ég mæli með að hafa samband við hjúkrunarfræðing fyrir ferð og fá þar upplýsingar varðandi malaríulyf.

Hvað kostaði safaríið í heildina? Það kostaði 490.000 og innifalið í því er rútuferðin, öll gjöld inn í þjóðgarðana, morgun-, hádegis- og kvöldmatur eiginlega alla daganna og öll gisting. Það sem er ekki innifalið er flug til og frá Afríku, VISA aðgangur inn í löndin og auka afþreying eins og teygjustökkið, það er bara hægt að borga aukalega fyrir það.

Hvað stóð uppúr? Að vera í annarri heimsálfu, sjá alla náttúrufegurðina og öll dýrin. Að fara út fyrir þægindarammann og svo að sjálfsögðu teygjustökkið í Zimbabwe!

Myndirðu fara í svona ferð aftur, ef svo er hvert? Já ég er ótrúlega spennt fyrir því að fara í svona ferð aftur einn daginn. Þá myndi ég fara á aðra staði þar sem Afríka er svo stór. Mig langar mikið til Namibíu og líka að sjá górillur í Uganda eða Rwanda.

//

The last stop in the adventure of a lifetime. Also the last border crossing and our guide told us that it could take a while since it’s a very busy border. People from Zimbabwe go over to South Africa to buy cheaper products there and then they go straight back. We saw people waiting in line and it was 37 degrees and sun. After 2 minutes our group could go inside to another line that was for foreigners so it did not take any time at all. It was our lucky day.

Tshipise- a forever resort is the nicest camping site that we stayed at in all of the seven countries in Africa. There was a cold and hot swimming pool and a restaurant. It’s possible to camp or sleep in a cute little wooden hut. And there were monkeys playing around everywhere.

Kruger national park is the most famous one in all South Africa. We saw many animals, such as elephants, a lion family and a hyena. Our last night in Africa we saw the coolest dance performed by local teenagers. NEXT UP: ASIA

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram. Þið hafið nokkur verið að spurja mig þar um alls konar og ég hef bara gaman af því 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: