SÍÐAST EN ALLS EKKI SÍST…

27 DAGA SAFARÍ

Síðasta stoppið í mesta ævintýri lífs míns! Síðasta landamærastoppið & fararstjórinn varaði okkur við að það gæti orðið langdregið. Landamærin milli Zimbabwe & Suður-Afríku eru mjög troðin allla daga þar sem fólk fer yfir til Suður- Afríku að versla vörur sem eru ódýrari þar & svo beint til baka sama dag.

Við Haukur vorum orðin nokkuð sjóuð í landamærastoppum & með þolinmæðina til hliðsjónar. Hópurinn okkar stökk útúr rútunni & í einhverja lengstu röð sem ég hef séð, ekki nóg með það heldur var glampandi sól, algjört logn & 37 gráðu hiti. Við stóðum þar í ca 2 mínútur þegar okkur var hleypt í röðina sem við áttum að fara í en hún var mun styttri & INNI, sérstök röð fyrir túristahópa & tók þetta ekki nema nokkrar mínútur í heildina. Stundum er heppnin bara með manni!

TSHIPISE

Tshipise- a forver resort er klárlega flottasta tjaldsvæðið sem við dvöldum á. Þar er hægt að tjalda eða gista í litlum trjákofa. Þar er hei & köld sundlaug & veitingastaður. Algjör lúxus. Svo voru sætir apar að leika sér útum allt.

ljónafamilían sést þarna í fjarska

það er frekar fyndið að sjá gíraffa beygja sig

þetta maurabú er stærra en ég

KRUGER NATIONAL PARK

Kruger þjóðgarðurinn er sá þekktasti í Suður- Afríku. Þar er mikið af gróðri & trjám svo að stundum sér fólk ekki svo mikið af dýrum en við sáum fullt af þeim. Það voru margir fílar á vappi þennan dag sem gladdi mig svo mikið, ég elska fíla! Við sáum heila ljónafjölskyldu & svo lá hýena við veginn. Hver hefði trúað að hýenur gætu verið sætar, eftir að hafa alist upp við Lion King?!

BLESS AFRÍKA

Síðasta kvöldið okkar í Afríku sáum við sturlað dansatriði frá unglingum sem búa á svæðinu. Myndband af því sést hjá mér í highlights á instagram. Ég ætla að enda þetta á nokkrum spurningum sem ég hef fengið varðandi Afríkupakkann. Þið hafið nokkur verið að spurja mig um ferðalagið á instagram & mér þykir ótrúlega gaman að sjá hve margir eru að plana ferð til Afríku! Það má alltaf senda á mig, ef þið eruð að velta einhverju fyrir ykkur 🙂

HÉR ERU SVÖR VIÐ NOKKRUM SPURNINGUM SEM ÉG HEF FENGIÐ

Var ekkert mál að gista svona mikið í tjaldi? Mér fannst það ekkert mál enda var ég búin að lesa mér til um þetta & undirbúa mig. Það fór ótrúlega vel um mig í tjaldinu sjálfu & komst ekki ein padda þangað inn. Það einfalt mál að tjalda, tók í mesta lagi 3 mínútur. Bara ekki mikla það fyrir sér!

Þurftu þið að taka malaríulyf? Já það þurfti fyrir nánast alla leiðina. Ég mæli með að hafa samband við hjúkrunarfræðing fyrir ferð & fá þar upplýsingar varðandi malaríulyf.

Hvað kostaði safaríið í heildina? Það kostaði 490.000 en innifalið í því er rútuferðin, öll gjöld inn í þjóðgarðana, morgun-, hádegis- & kvöldmatur flesta daganna & öll gisting. Það sem er ekki innifalið er flug til & frá Afríku, VISA aðgangur inn í löndin & auka afþreying eins & teygjustökkið, það er bara hægt að borga aukalega fyrir það.

Hvað stóð uppúr? Að vera í annarri heimsálfu, sjá alla náttúrufegurðina & öll dýrin. Að fara út trilljón sinnumfyrir þægindarammann & þar stóð uppúr teygjustökkið í Zimbabwe!

Myndirðu fara í svona ferð aftur, ef svo er hvert? Já ég er ótrúlega spennt fyrir því að fara í svona ferð aftur einn daginn. Þá myndi ég fara á aðra staði þar sem Afríka er svo stór. Mig langar mikið til Namibiu & að sjá górillur í Uganda.

NEXT UP: ASÍA

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: