JÓLAÓSKALISTI

Í tilefni singles day & afsláttardaganna sem eru framundan langaði mig að setja saman jólaóskalista. Ég á líka afmæli í byrjun janúar svo að mér finnst alltaf gaman að gera lista á þessum tíma árs.

Hvisk Cayman pocket matte croco ginger brown & Squared chain handle brown

-töskurnar frá Hvisk eru ótrúlega klassískar & fallegar og mér finnst frábært að þær séu núna fáanlegar á landinu í Húrra Reykjavík. Einnig er hægt er að kaupa keðju sem ég myndi skipta út fyrir ólina við fínni tilefni. Algjör snilld til að breyta heildarlúkkinu. Taskan fæst hér & keðjan hér

Valentino Born in Roma eau de parfum

-ótrúlega góður & ferskur ilmur, gæti líka verið til í jólagjafakassa. Fæst til dæmis í Lyf & heilsu Kringlunni, hægt er að fylgja þeim hér á samfélagsmiðlum, sá að þau eru með geggjaðan gjafaleik í gangi.

1104bymar BRY1009 chain silver & bracelet silver

-uppgötvaði þetta merki fyrir nokkrum mánuðum & fýla það í botn. Enda nýtt, flott & íslenskt fyrirtæki. Elska grófleikann í þessari týpu. Hálsmenið fæst hér & armbandið hér

Noomi Teddy twill overshirt

-mér finnst svo æðislegt að Gina Tricot vörurnar séu nú fáanlegar á Íslandi í gegnum Noomi. Undirrituð hefur látið senda sér Gina tricot vörur sérstaklega með stoppi á Englandi til að fá þær til Íslands áður en að Noomi kom til sögunnar. Núna þarf ég ekki að pæla lengur í svoleiðis veseni! Finnst þessi jakki svo sætur & hlýlegur! Fæst hér

Skipulag 2022 eftir Sólrúnu Diego

-bókin sem ég keypti mér fyrir 2021 hentaði mér ekki alveg nógu vel og langar mig næst að prófa þessa bók. Hef heyrt góða hluti um hana. Fæst hér

Jodis x Andrea Röfn – Ragna

-ég er mjög hrifin af skónum sem Andrea Röfn er að hanna með Jodis. Þessi týpa er æðisleg. Hægt að nota þá bæði hversdags & fínt. Fást hér

Dior Capture youth New skin effect enzyme solution age-delay resurfacing water

-þetta rakavatn hef ég prófað og hef sjaldan verið jafn mjúk í húðinni. Ég nota það á kvöldin & morgnanna undir krem. Þetta slípar húðina á mjög mildan hátt og fyllir hana af raka. Fæst í Lyf & heilsu Kringlunni.

Dark series Brand & Iron ilmkerti

-ég elska góð ilmkerti á þessum tíma árs og á alltaf slíkt til. Fann flott úrval hjá Vera store af girnilegum kertum. Fæst hér

Andrea by andrea Loop necklace & bracelet

-ég er sjúklega skotin í skartinu hennar Andreu. Til í bæði silfur & gylltu. Hálsmenin fást hér & armböndin hér

Murano mushroom lampi

-Purkhús er búð sem mér finnst mjög svo falleg. Mér finnst allar vörurnar flottar. Þessi krúttlegi lampi fæst hér

Flestar, ef ekki allar þessar vörur eru á afslætti í dag 11.11. Vonandi getur þetta hjálpað einhverjum við að fá hugmyndir.

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

One thought on “JÓLAÓSKALISTI

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: