MALDIVES

Eftir tjald & rútulífið í Afríku var kærkomið að njóta lífsins í dýrðinni á Maldives!

Maldives er LAND samansett af um 1192 eyjum. Þær eru svo litlar að þær sjást varla á korti en eru staðsettar í Indlandshafi!

Þetta getur verið frekar dýr áfangastaður en sem betur fer eru eyjarnar margar og því um margt að velja.

Þær skiptast í local & resort eyjar. Við dvöldum á resort eyju svo að öll eyjan er í rauninni undirlögð af einu hóteli en enginn býr þar. Heimamenn búa á local eyjunum og er vinsælt að fara þangað til þess að læra köfun og skilst mér að það sé töluvert ódýrara að dvelja þar.

Resort eyjarnar eru mjög vinsæll áfangastaður fyrir lúxus slökunarfrí & brúðkaupsferðir. Við vorum klárlega í slökungír og þurfti ég varla að lyfta litla fingri allan tímann. Þvílíkur draumur!

Hótel: Paradise Island Resort & Spa

Eyja: Lankanfinolhu

Þessi eyja er frábærlega staðsett og við tókum einungis 20 mínútna bátsferð frá eyjunni þar sem flugvellinum. Hann er staðsettur á eyjunni Malé en þar er höfuðborgin og flugvöllurinn.

Flugvöllurinn var vel troðinn þegar við lentum. Röðin til þess að komast inn í landið minnti frekar á eina klessu. Þar stóð fólk fyrir framan okkur sem missti algjörlega kúlið og var farið að öskra á næsta mann fyrir að standa of nálægt sér 😂 (rétt fyrir faraldurinn)

Við gistum í water villa eða svítu út á sjó. Herbergið var alveg eins geggjað og ég hafði ímyndað mér. Við vorum með tröppur út í sjó og vöknuðum bara og skelltum okkur beint út í volgan sjóinn. Við gátum synt frá herberginu að ströndinni.

Við vorum með morgunmat innifalinn en svo var á eyjunni einn ítalskur veitingastaður, einn sjávarrétta og einn með alls konar mat. Veitingastaðirnir voru frekar dýrir og borðuðum við þar alltaf á kvöldin. Verðið fór samt alls ekki í taugarnar á mér því maturinn var æðislegur!

Við borðuðum vel á morgnanna og kvöldin en svo var smá vesen með millimál en á eyjunni var bara ein RÁNDÝR pinkulítil búlla sem seldi snakkpoka á 1000kr. Svo að það var eini möguleikinn að versla þar til þess að eiga eitthvað snarl inná inná herbergi en það var líka ekkert úrval… Ég myndi því reyna að koma með eitthvað með mér ef þú ert að plana ferð til Maldives.

Við dvöldum í 5 daga og fór allur tíminn í algjöra slökun, mikið legið á ströndinni, hlustað á podcöst og synt í sjónum sem var svo tær og hlýr..ohh ég sakna þess bara við að skrifa þetta! Við fórum samt daglega í tennis áður en við fórum á ströndina. Haukur er óþolandi góður en ég held að ég hafi unnið einu sinni, mikið keppnisskap í okkur báðum. Ég tók meira að segja ekki neitt svakalega mikið af myndum en fararstjórinn okkar í Afríku nefndi það oft að taka líka myndir með augunum og hafði ég það að leiðarljósi alla reisuna. Njóta augnabliksins!

Valentínusardagurinn var aldeilir haldinn hátíðlegur en það það var þriggja rétta matur á ströndinni, einkaþjónn og tónlistaratriði út á sjónum! Söngkonan og gítarspilarinn sátu á sviði sem var út í sjónum takk fyrir.

Nokkur TIPS fyrir MALDIVES þar sem ég veit að þið eru mörg spennt fyrir þessum stað!

-bóka hótelið snemma en við spöruðum okkur svo mikið með því að bóka með 9 mánaða fyrirvara-

-það er líka hægt að senda á hótelin og biðja um tilboð frá þeim fyrir dvöl í water villa-

-taka snarl með fyrir millimál eins & snakk, orkustykki, hnetur-

-muna eftir sólarvörn (eins og alltaf!!) en það er ekki hægt að kaupa góða sólarvörn á eyjunni-

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

One thought on “MALDIVES

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: