WHAT TO DO IN INDIA

Indland.. hvar á ég að byrja, þetta var annað skiptið mitt í Indlandi en fyrsta skiptið hans Hauks. Við fórum til þriggja borga en það er kallað GULLNI ÞRÍHYRNINGURINN:

NEW DELHI- AGRA- JAIPUR

Hér eru staðir sem ég mæli með í gullna þríhyrningnum!

NEW DELHI

Ég held að ég geti nánast fullyrt það að það sé ekki til meiri umferðarBILUN neins staðar eins og þar. Það þarf ágætis taugar og nett kæruleysi til að stíga upp í tuk-tuk þríhjól í umferðinni í Delhi. En Delhi er mjög stór borg og er mikið hægt að skoða þar!

LOTUS TEMPLE

Ótrúlega stílhrein bygging með fallegan tilgang en hofið á að tákna sameiningu mannkynins óháð því hvaðan við komum. Svo er það eins og lótusblóm í laginu. Bjútífúl! Einnig er innblástur frá lótusblómi þar sem hofið er eins og það í laginu.

OLD TOWN

Gamli bærinn er algjört KAOS en einhvern veginn virkar þetta, það er mikil af fólki, heitt, krydd, verið að elda og selja mat útum allt, ferja mat og hluti á RISAstórum trébyggðum börum. Rakari á hverju horni, þetta myndi ég kalla lifandi mannlíf.

Ég var dugleg að taka myndir af mannlífinu og þegar við komum upp á hótel og skoðuðum myndir dagsins þá sá ég eitt fyndið. Það var nefnilega einn vinur sem laumaði sér með á myndir sem voru teknar af mér í gamla bænum þegar ég var í Indlandi árið 2018. Ég tók mynd af sama manni AFTUR tveimur árum seinna. Hverjar eru líkurnar á því! Þessi laumumynd frá 2018 er einfaldlega aðeins of fyndin en þá tók ég líka ekki eftir honum fyrren ég kom upp á hótel- þar sem hann stóð fyrir aftan mig… ég hefði átt að biðja um mynd með honum aftur EÐA lauma mér á mynd með honum haha!

TAJ-UL-MASAJID

Í gamla bænum er stærsta moska landsins og hún er geggjuð.

INDIA GATE

Risa kennileiti í Nýju Delhi og gaman að skoða. Skemmtilegt mannlíf þar og gaman að labba í kring.

GURUDWARA BANGLA SAHIB

Mjög heilagur staður sem er líka frægur fyrir fegurð en hofið er GULLfallegt að innan og utan..bókstaflega því byggingin er að hluta til úr gulli. Það þurfa allir sem koma þangað inn að setja á sig skuplu, kast!

AGRA

Agra er ekki stórborg en þar er frægasta kennileiti Indlands og eitt af undrum veraldar:

TAJ MAHAL.

Ég lofa að ég var hressari en ég lít út fyrir að vera á þessari mynd..

…svona 😄

TAJ MAHAL

Taj Mahal höllin er mjög mjööög falleg og byggð úr marmara, ég varð eiginlega orðlaus í bæði skiptin sem ég var þarna. Smáatriðin í veggjunum eru guðdómlega falleg!

TIPS– það er lokað á föstudögum

BABY TAJ

Þetta er í raun grafhýsi sem kallast Baby Taj því að það minnir óneitanlega á Taj Mahal. Þetta er líka afskaplega flott bygging & líka garðurinn í kring.

AGRA FORT

Áður fyrr voru byggð virki í kringum margar borgir í lndlandi, aðallega til þess að verjast og vernda sína borg gegn yfirráðum annarra.

JAIPUR

Jaipur er kölluð BLEIKA BORGIN– húsin eru bleik en það á að tákna gestristni og Indland er yfir höfuð mjög litaglatt land og ég ELSKA það! Jaipur er stórborg en mun rólegri en Delhi.

AMER FORT

Virki umhverfis Jaipur, þetta virki er mjög flott og er uppi í mikilli hæð. Það er afar stórt og er best að taka sér góðan tíma til að taka þetta allt inn í rólegheitunum. Útsýnið þaðan er geggjað.

HAWA MAHAL

BLEIK höll í miðjunni á bleiku borginni. Þessi er svo ótrúlega falleg, ein sú fallegasta sem ég hef séð. Við fórum ekki inn heldur skoðuðum hana bara frá götunni. Áreitið á götunni var svo mikið að við tókum okkur bara smá stund til að skoða höllina.

JANTAR MANTAR

Svo ótrúlega töff staður! Þetta er heimsins stærsta sólarklukka & eru mjög mikil fræði á bakvið hana! Sem eru of flókin fyrir mig til að skilja haha..

PATRIKA GATE

Patrika gate er bara sturlað fallegt hlið inni í miðri borginni, bara við hliðina á hringtorgi! Ég missti mig í myndatökunum þar eins og sést. Ekki annað hægt!

+

MONKEY TEMPLE

Lítið hof í úthverfi borgarinnar sem er umvafið fullt af öpum og apaungum. Svo sætir!

PANNA MEENA KUND

Enn annað listaverk. Tröppur ofan á tröppur. Það er lítið vitað um þennan stað en talið er að hann hafi verið notaður í trúarlegar athafnir fyrir langa löööngu.

Bless í bili Indland! Vá ég er svo skemmtilegur ferðafélagi..sést það ekki!?

Eins og þú sérð elsku lesandi þá vorum við dugleg að skoða alls konar staði í þessu magnaða landi. Vona að þetta geti hjálpað þér eða gefið þér hugmyndir um Indlands-ferðalög.

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: