THAILAND

Loksins var komið að því! Við fórum til Thailands en mér finnst svo margir hafa komið þangað, ég skil það vel enda heillaðist ég strax af landinu. Það kom mér samt á óvart hversu heitt það var en það voru í kringum 35 gráður og mikill raki. Sólin er mjög sterk- spf50 er algjört must-have. Ég lá ekki mikið í sólbaði í Thailandi, (ég geri reyndar ekki mikið af því yfir höfuð- vil fekar synda í sjónum og leika mér eins og krakki).

KOH PHI PHI

Phi Phi er æðisleg eyja sem hefur upp á margt að bjóða. Hún er með smá túristabrag yfir sér en ekki það mikið að mér þætti hún ósjarmerandi, alls ekki. Það voru ekki neinir ágengir sölumenn að spyrja mann daginn út og inn um að kaupa eitthvað. Það er nuddstofa á hverju horni sem undirrituð elskar vandræðalega mikið en ég dýrka gott nudd- það enduðu ófá röltin á því að við Haukur skelltum okkur í fótanudd eða heilnudd. Nuddið var á hlægilega ódýru verði en maturinn á eyjunni er á sumum stöðum orðinn alltof dýr, í samræmi við þessa túrisavæðingu.

Ég var með mjög sítt hár eins og sést á Indlandsmyndum HÉR. Rakinn á Phi Phi gerði það að verkum að hárið mitt var svolítið erfitt en ég er með smá liði svo ég stökk útí apótek og keypti mér skæri og klippti slatta af því af! Ég læt samt raka yfir höfuð ekkert fara í taugarnar á mér en þetta var mikill léttir og kominn tími á breytingu.

HÓTELIÐ

Hótelið okkar var æðislegt, mjög snyrtilegt, flott sundlaug og góð staðsetning. Chaokoh Phi Phi hotel & resorts. Linkur á það HÉR.

PHI PHI VIEWPOINT

Við gengum upp að útsýnisstað, það er vel bratt að ganga þangað. Við gengum upp á sundfötunum því að það var frekar heitt og svo skellti ég mér í kjól fyrir nokkrar myndir. Mjög fallegt að sjá yfir eyjuna.

Við leigðum okkur kajak og fórum ágætlega langt út á sjó. Það var mjög skemmtilegt og hörkuæfing en Haukur var öflugri en ég þennan dag og sá hann að mestu leyti um að róa. Mér fannst mjög sniðugt hjá mér að sitja fyrir aftan þá gat ég slakað aðeins á og notið útsýnisins haha.

Við leigðum bát til þess að fara á Monkey beach. Sandurinn þar er svooo mjúkur, mig langar að hoppa aftur inn í þessar myndir. Einhverra hluta vegna búa fullt af öpum í trjánum á þessari strönd.

CHIANG MAI

Chiang Mai er mjög skemmtileg borg í Norður- Thailandi. Við dvöldum þar í nokkra daga og hittum svo hópinn okkar sem við vorum með í 2 vikur í Myanmar.

Eftir klippinguna miklu ákvað ég að skella mér í strípur. Þær gerðu reyndar afar takmarkað fyrir hárið mitt, lýsti það aðeins upp! Það var upplifun að fara í strípur þegar starfsmaðurinn talaði ekki ensku en ég reddaði mér, eins og alltaf.

BOTANICAL GARDEN

Mjög sætur almenningsgarður þar sem mikill metnaður er lagður í gróðurinn. Gaman að labba þar í gegn en hann er staðsettur í miðri borginni.

HOF

Við skoðuðum nokkur skemmtileg hof, yfirleitt máttu bara karlmenn fara inn í það svo ég þurfti að láta duga að bíða fyrir utan og Haukur tók myndir fyrir mig. Ekki það að ég hefði alveg getað kíkt aðeins inn eða amk í dyragættina, við vorum yfirleitt þau einu á svæðinu sem var mjög gaman.

Í þessu silfur hofi þurfti ég að klæða mig í sjal og vefja utan um mig pilsi, bara eins og um góðan vordag á Íslandi væri að ræða.

WHITE TEMPLE CHIANG RAI

Á leið okkar yfir landamærin til Myanmar stoppuðum við í Chiang Rai þar sem fallegasta hofið af öllum, að minu mati, er. Það er svo hvítt, tært og fallegt og er mikil saga á bakvið það eins og flest annað í landinu.

MATUR SEM ÞÚ VERÐUR AÐ PRÓFA Í THAILANDI

-pad thai

-fried rice

-green curry

-smoothie skál með tropical ávöxtum

KRABI

Eftir Myanmar ferðina var Covid að skella á heiminn svo að við enduðum ferðina í nokkra daga á ströndinni á Krabi. Það var skiljanlega mikil óvissa hjá okkur á þessum tímapunkti og breyttist ástandið og alvarleikinn daglega. Við flugum því til Bangkok og fundum þar flug til Stokkhólms í miklu stressi en það var mikil ringulreið á flugvellinum og sá ég risa stóra skjáinn með flugupplýsingunum með CANCEL fyrir aftan nánast hvert einasta flug. Mér tókst að troða okkur í flugið 35mínútum fyrir brottför og sprettum við á sandölum með töskurnar yfir flugvöllinn.

Dagarnir á Krabi einkenndust af mikilli hótelslökun og Googli & samskiptum við fjölskyldu. Við vorum þó ekki neitt að panikka en okkur varð fljótt ljóst að öll lönd í Asíu voru að loka og því ekkert við í öðru en að fara heim- heima er best 🙂

HÓTEL

Hótelið á Krabi var geggjað og það heitir Panan Krabi Resort. Linkur á það HÉR.

Eðli málsins samkvæmt var búið að banna nudd- og snyrtistofur en vissum við ekki af því og þess vegna varð síðasta nuddið okkar í landinu frekar skrautlegt. Ég bókaði baknudd og Haukur fótanudd en honum var boðið, já eitthvað frekar dónalegt í kaupæti. Hann afþakkaði pent og við hlógum okkur máttlaus allt kvöldið. Þetta var því mjög skuggalegt þar sem ekki mátti hafa neinar stofur opnar.

Einnig keyptum við sérsaumuð föt, Haukur jakkaföt og ég dragt og bæði kom mjög vel út en upprunalega ætlaði Haukur bara að versla við þá. Svo bættust mín viðskipti við en ég hálfvorkenndi klæðskerunum þar sem þeir töluðu um að allir túristarnir væru að fara og enga vinnu fyrir þá að fá. Svona getur þetta verið glatað þegar heimsfaraldur skellur allt í einu á.

Svona endaði ég reisuna- sólkysst, glöð og þakklát fyrir síðustu 3 mánuði þrátt fyrir að ferðin hafi styst í annan endann. Við áttum 5 vikur eftir en ég var bara glöð með þetta stórkostlega ferðalag!

Ferðasagan er samt ekki búin en ég mun í næstu viku gera færslu um Myanmar, eitt magnaðasta land sem ég hef komið til! Svo klárum við Haukur reisuna okkar þegar að því kemur en við erum rétt að byrja að ferðast um heiminn- það er ekkert skemmtilegra!

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

One thought on “THAILAND

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: