MYANMAR

Myanmar! Þvílík forréttindi að hafa fengið að skoða landið ❤️ Hrós til KILROY fyrir flotta síðu, ég hefði ekki komið með tillögu að Myanmar nema að ég sá upplýsingar um það inn á kilroy.is- ég hafði sé nokkrar myndir af þessu hvíta hofi sem er hér fyrir ofan og heillaðist strax en vissi lítið um landið, las mér svo til um það hjá Kilroy og var það þá selt strax. Það var líka ekki erfitt að sannfæra Hauk.

Við fórum í 2ja vikna ferð í gegnum Kilroy sem var á vegum G adventures og heitir MYANMAR ON A SHOESTRING. Það sama og við gerðum í Afríkupakkanum okkar.Keyrt frá Thailandi yfir landamærin til Myanmar.

KENG TUNG

Ferðin byrjaði í fjallaþorpi innan við 100km frá landamærum Kína, ég man að okkur þótti það skrýtið þar sem heimsfaraldurinn sem ég nefni ekki á nafn var að byrja að dreifast um heiminn. Það var eins og að vera kominn í annan heim að koma í þetta fjallaþorp, rólegt & friðsælt, skrýtinn matur & áhugaverðar búðir. Við fórum í dagsferð að skoða annað, miklu minna fjallaþorp sem var bókstafleg lengst upp á fjalli. Fengum þar að hitta höfðingann í þorpinu & konuna hans og sjá lífið þeirra.

INLE LAKE

Risa stórt vatn í miðju landinu, fólk byggir húsin sín á vatninu og við fórum þar líka inn í sjúklega flott hof! Og allt saman byggt á þessu vatni, ég skil ekkert! Heilu fjölskyldurnar eru svo ferjaðar á milli staða á bátum og menn veiða fisk með mjög sérstakri aðferð þar sem fætinum er vafið utan um fiskinet. Mjög áhugaverður staður. Við gistum í bænum sem er fyrir utan vatnið, fórum í dagssiglingu á Inle lake. Í bænum fórum við meðal annars á geggjaða vínekru & í afar vafasamt nudd þar sem ég fékk nuddara sem var að bora í nefið. 🥴 Hún fékk ekkert tips skal ég segja þér.

Haukur leyfði heimastúlkum að setja á sig traditional Myanmar málningu- mega krúttlegar þær tvær.


BAGAN

Frægasti og flottasti staður landsins. Bagan er þekkt fyrir nokkur þúsúnd hof sem byggð voru fyrir 1000 árum þegar þetta var konungleg borg. Margar þeirra skemmdust í jarðskjálfta en það eru margar eftir. Ég leigði hjól og Haukur vespu til að skoða okkur um en svo hoppaði ég yfir til hans til þess að ná að skoða sem mest yfir daginn og vorum við fram á kvöld.

Þar fórum við í LOFTBELGSFERÐ við sólarupprás. Við fundum bæði fyrir smá lofthræðslu þar sem þetta er alveg OPIÐ RÝMI en nutum okkur samt í botn. Flugmaðurinn sem var með okkur var líka algjör snillingur en þeir ráða ekki ferðinni, það er vindurinn en það sem þeir geta gert er að komast upp og niður. Við enduðum á fallegasta stað sem ég hef nokkurn tímann séð, í einhverri eyðimörk og svo var á og fólkið var að byrja morgunverkin við sólarupprás.

Um kvöldið fórum við með árabát yfir ánna sem rennur í gegnum Bagan og horfðum þar á sólsetrið með hópnum okkar.


MANDALAY

Mjög flott borg, í kringum hana eru hólar og fjöll sem eru smekkfull af fallegum hofum. Eitt þeirra er þetta hvíta hof sem mér finnst svo flott.

Í Mandalay er U Bein Bridge ein elsta og lengst trébrú í heiminum. Það var gaman að koma þangað og horfa á sólsetrið. Eins og þú kannski sérð þá er bara eitthvað annað flott að sjá sólsetrin á mörgum stöðum í Asíu. Mæli mjög mikið með!

Hof nr.1

Hof nr.2- geggjað útsýni

Oog success! Hof nr.3- hversu fallegt!

Svo fórum við líka í smá mission að finna annað hof og bílstjórinn okkar keyrði með okkur útúm allt með bros á vör. Hann stoppaði vissulega fyrst á tveimur öðrum stöðum og ég var ekki viss um að hann skildi mig en við fórum á réttan stað að lokum og þetta var allt þess virði! Gullfallegt!

YANGON

Yangon var höfuðborg landsins og er því stórborg. Þar fórum við á smökkuðum alvöru Myanmar mat sem mér fannst fínn en ég lifði nánast á fried rice with veggies þessar tvær vikur. Mér fannst það langbesti rétturinn. Okkur langaði svo í smá nammi sem að við fundum ekki allan tímann. Ég gerði eina lokatilraun til að finna súkkulaði eða ís síðasta daginn okkar í Yangon því að ég sá að það var búð í 5-10 mínútna göngu frá hótelinu. Ég ákvað að skjótast á meðan Haukur og hinir biðu eftir mat á veitingastað á hótelinu. Bæði hótelið og búðin voru við aðalgötuna svo að þetta átti ekki að vera erfitt. Ég labba þangað og viti menn það var ekkert spennandi til, ég keypti eitthvað kex bara og svo þegar ég gekk til baka var að verða dimmt. Mér var brugðið því að ég ætlaði ekki að finna hótelið! Ég var samt með nokkur kennileiti sem ég vissi að ég hafði gengið framhjá en var farin að svitna smá á enninu þegar ég gekk fram og til baka og fólk var aðeins farið að horfa á mig. Svo eftir nokkrar mínútur af stressi (sem liðu eins og hálftími) FANN ÉG HÓTELIÐ. Ég skammaði sjálfa mig svo mikið. TIPS: alltaf vera með bæði mynd af hótelinu sem þið eruð á og nafnið & heimilisfang skrifað niður! Ég var með hvorugt og í mjög framandi landi, borg með hárri glæpatíðni, með síma sem var tæpur á batteríi og EIN. Ekki gáfulegt ELÍSA, ég sem ætlaði rétt að skjótast. Ég læri af þessu og þú mátt gera það líka 🙂

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: