ÁRAMÓTAHEIT & PEPP


Gleðilegt nýtt ár & takk fyrir samfylgdina & lesturinn á síðasta ári❤️

Mér finnst gaman að setja mér áramótaheit í þeim tilgangi að peppa mig áfram til þess að gera það sem mig langar til að gera!

2022

-vera dugleg að prófa að elda nýja rétti, þarf ekki að vera nema einn nýr í mánuði-

-læra að drekka kaffi-

-heyra oftar í ömmu-

-ná að hlaupa 100km yfir mánuðinn allavega 4 sinnum yfir árið, allt meira er plús-

-fara í The Puffin Run í maí í Vestmannaeyjum-

-fara til 2 nýrra landa á árinu-

-fara á 3 nýja stað á Íslandi í sumar sem ég hef ekki komið til áður-

-fara í einhverja skemmtilega göngu á Íslandi næsta sumar-

-fara í útilegu með Guðmundu & co-

-vera dugleg að gera eitthvað skemmtilegt með Hauki, göngutúr, bústaður, bíltúr, elda, spila, sund, ræktin-

-eiga góðar stundir með fjölskyldu & vinum-

-byrja að stunda meira yoga, finna eitthvað skemmtilegt yoga channel á Youtube-

Eitt sem mig þangar að nefna er að þessi markmið eru löguð að mér. Ég er til dæmis vanur hlaupari en algjör byrjandi í yoga. Ef þig langar að byrja að hlaupa þá er gott að byrja bara á einhverju litlu- fara út og skokka & ganga til skiptis milli ljósastaura. Setja sér svo stærra markmið þegar það er orðið ekkert mál, kannski að skokka 300metra samfleytt! Mundu bara að aðlaga hlutina að ÞÉR & ÞÍNUM aðstæðum. Hafa markmiðin frekar minni & fleiri í staðinn fyrir eitt risastórt markmið sem vex manni fyrir augum.

Það er aldrei réttari tími en NÚNA til þess að byrja að gera það sem þig langar til að gera! Ég vona að ég hafi gefið þér smá PEPP inn í nýtt tímabil. Hafðu það gott elsku lesandi!

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

2 thoughts on “ÁRAMÓTAHEIT & PEPP

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: