2021 Í MYNDUM

Góðan daginn elsku lesandi! Mig langar að renna yfir nokkra hápunkta frá 2021 í örfáum myndum (sem enduðu frekar margar)..

Ég átti afmæli sunnudaginn 10.janúar og bauð fjölskyldunni í brunch sem var æðislegt. Ekki var mikið hægt að gera í ástandinu en ég var afar glöð yfir því að við mættum allavega koma saman.

Svo skemmtileg bústaðarferð með Lyf og heilsu skvísum.

Haukur peppaði dró mig að sjálfsögðu með sér í eldgosaleiðangur! Hann fór samtals þrjár ferðir og ég tvær en fyrsta ferðin okkar var misheppnuð þar sem við lögðum bílnum ALLTOF langt í burtu, gengum heillengi & snerum svo við haha! Svo fór hann & að lokum varð hann leiðsögumaðurinn minn & rataði allt nákvæmlega eins og áttaviti. Gaman að skoða þetta magnaða land okkar!

Viðtal hjá ferðavef mbl.is!

Ófáir hittingar-matarboð-göngutúrar og bahcelor/ette kvöld með Guðmundu systur og fjölskyldu ❤

Haukur pepp bókaði miða um leið og Sky Lagoon opnaði. Flottur staður!

Snorkluðum í Silfru sem var æðisleg upplifun! Ég mæli með.

Ég fór á flugliðanámskeið hjá Play og varð mega spennt fyrir komandi tímum.

Fórum í ógleymanlegt frí til Egyptalands og Tanzaniu. Ég er svo glöð að við létum slag standa og fórum, því þessi ferð gerði svo mikið fyrir mig! Ég mun fara yfir allt tengt ferðinni á næstu vikum.

Héldum barnasturtu fyrir elsku Helenu. Svo dýrmætar svona stundir!

Beint eftir Afríkuferðina byrjaði ég að fljúga aftur- eftir ekki nema 2,5 árs bið. Vá hvað það er gott að vera komin aftur í þessa skemmtilegu vinnu.

Mætt í vinnuna á öllum tímum sólarhringsins! Dagur vs. nótt.

Var dugleg að hlaupa & ætla að verða enn duglegri á þessu ári.

Fór í helgarferð til Barcelone með Thelmu minni. Skemmtileg borg & skemmtilegur félagsskapur ❤

Jólabrunch niðrí bæ.

Fór í viðtal fyrir jólablað Moggans um sól & jól!

Þegar ég lít yfir árið þá er ég mjög þakklát fyrir góða tíma þrátt fyrir allar takmarkanir og slíkt! Þetta var geggjað ár. Ef þig vantar smá PEPP inn í nýja árið þá mæli ég með ÞESSARI færslu. Megi 2022 bjóða upp á fleiri hittinga, minni faraldur og meiri gleði! Ég byrja árið mitt bara í kósý heima hjá mér í einangrun. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvað 2022 ber í skauti sér!

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram. Þið hafið nokkur verið að spurja mig þar um alls konar og ég hef bara gaman af því 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: