87 METRAR NIÐUR

EGYPTALAND PARTUR 1/6

PÝRAMÍDAR

Í reisunni 2020 skoðuðum við pýramídana í Giza. Þú heldur kannski elsku lesandi að þá sé búið að skoða allt það merkilega í landinu en það er sko nóg eftir! Heill hellingur.

Aðeins út fyrir Cairo & Giza svæðið eru elstu pýramídarnir, Djoser, Bent & Red Pyramid.

Pyramid of Djoser er elsti pýramídi í heiminum & hann er öðruvísi í laginu, frekar töff. Við fórum inn í hann, það voru tröppur rétt nokkra metra niður. Ég hugsaði með mér að ég gæti nú ekki verið hrædd þarna, því ég vissi að Haukur- sem átti þrítugsafmæli þennan dag, vildi draga mig með sér niður í annan pýrmída sem var töluvert dýpri. En inni í Djoser eru svo flott munstur í veggjunum & er magnað að hugsa til þess að þetta sé bókstaflega elsta mannvirki í heiminum.

Það er ný búið að opna leið inn í Bent Pyramid. Það eru 87 metar niður, 80cm x 80cm rými. Líkt & í pýramídaferðinni í Giza þurfti ég smá andartak til að tala í mig kjark svo að Haukur fór á undan. Enda var lítið hægt að fara samferða. Ég var ekkert hrædd þegar ég fór inn & held að ég sé búin að sigrast að einhverju leyti í innilokunarkennd! Áfram ég!

Það var algjörlega magnað að koma inn í pýramídann, þvílíkt mannvirki. Það er svo flott að sjá hvernig hann var byggður. Ég klöngraðist þarna niður, svo tóku við fullt af tröppum í hring upp á við & á eftir þeim voru þröng göng áður en komið var inn í grafhvelfinguna. Einnig er hægt að fara ennþá lengra…að sjálfsögðu gerði ég það, í innsta herberginu voru leðurblökur takk fyrir pent.

Ég beygði vitlaust á leiðinni til baka en fattaði það strax, það er eiginlega ekki hægt að týnast þarna en ég hugsaði með mér hversu steiktar þessar aðstæður væru, ég ein lengst inni í pýramída & Haukur á leiðinni upp & HVAÐ ef ég myndi bara týnast þarna inni!

Við vorum bæði gjörsamlega búin á því þegar að við komum upp, það var rúmlega 40 gráðu hiti, örugglega mjög lítil súrefnismettun þarna niðri en aðalatriðið er hvað þetta var erfitt. Þetta var svo lúmskt, svo að við fundum bara þegar við komum út hversu mikið þetta BRENNDI á okkur lærin og rassinn. Án efa ein allra mesta hnébeygjuæfing sem við höfum tekið á ævinni, að labba upp og niður! Við fengum rosalegar harðsperrurr! Ég tók nokkur myndbönd af þessu og þau koma vonandi inn á næstunni á YOUTUBE þar sem ég ætla að byrja að setja inn vlog!🎉

Vörðurinn bauðst til að taka mynd af mér við innganginn- ofbirta í augun.

Jebb við fórum inn í þennan pýramída👆🏼

Að lokum er það Red Pyramid sem mér finnst svo stílhreinn & flottur.

CARPET FACTORY

Það var mjög gaman að sjá hvernig egyptar handvefja teppi & hafa gert í nokkur þúsund ár. Flottur gamaldags stíll.

CITY OF MEMPHIS

Memphis er staðsett rétt fyrir sunnan Cairo & var höfuð borg forn Egyptalands. Þar eru alls konar leifar & styttur frá þeim tíma. Allt saman mjög vel varðveitt.

KHAN EL-KHALILI

Elsti opni markaður í heiminum. Þar er margt að skoða & ég verslaði mér vel valinn egypskan hring ”the key of life”. Vertu viss um að prútta & prútta VEL á þessum markaði því það er sett upp allavega þrefalt verð.

CAIRO CITADEL

Virki & moska með sturluðu útsýni yfir borgina. Tókum okkar góðan klukkutíma þar.

CAIRO TOWER VOL 2

Við fórum árið 2020 í turninn en stóðumst ekki freistinguna að skoða útsýnið núna þar sem það var alveg heiðskírt en síðast var rigning. Útsýnið nær yfir borgina í allar áttir & Cairo er risastór því hún er fjölmennasta borg í Afríku!

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: