SUMAR Í SAHARA

EGYPT SERIES PART 2/6

-english version below-

Við flugum frá Cairo til Aswan sem er sunnarlega í Egyptalandi. Á sumrin er ótrúlega heitt þar & fór hitinn hjá okkur alla daga yfir 45 gráðurnar. En þetta er þurrt eyðimerkurloft & er því enginn raki sem gerir það mun bærilegra að vera þarna en það hljómar! Ég ætla samt ekki að draga úr því að þetta er að sjálfsögðu svakalega heitt. Okkur Hauki tókst vel að hafa það notalegt & líða vel þarna. Rétt föt, sólarvörn, vatn & hattur, þá ertu góð/góður! Ég mun samt gera færslu um pökkun seinna þar sem ég ger vel yfir þetta😊

Það var líka hægt að stinga sér ofaní Níl hvenær sem er & kæla sig. Fyrir um 50 árum var reist risastór sífla, Aswan high dam– meðal annars til þess að fólkið á svæðinu ætti greiðan aðgang að vatni. Stíflan gerir það líka að verkum að allir krókódílarnir eru fyrir sunnan hana í Níl svo að við gátum synt áhyggjulaus!

HÓTELIÐ

Sofitel Old Legend Cataract er eitt flottasta hótel sem ég hefið verið á & hiklaust það allra skemmtilegasta. Það var byggt árið 1899 & hafa margir merkilegir dvalið þar, meðal annars Díana prinsessa. Kannski var hún í sama herbergi & ég!

Hótelið er alveg ótrúlega snyrtilegt & það er allt fallegt, meira að segja ruslatunnurnar. Svo er umhverfið það fallegasta sem ég hef á ævi minni séð. Áin, húsin, sólsetrið, fuglarnir & gróðurinn… þetta er svo róandi og flott! Ef þú ferð á þetta hótel elsku lesandi þá VERÐURU að segja mér frá því. Þar er líka beitingastaður sem hefur verið eins frá opnun & er hann því í flottum vintage stíl. Í herbeginu okkar var útsýni yfir ánna sem var í alvöru talað dáleiðandi.

ABU SIMBEL

Það allra flottasta í öllu Egyptalandi. Abu Simbel er tvískipt hof byggt á kletti sem er svo sturlað flott! Vá hvað það var gaman að koma þangað. Það tekur um 3-4 klst að keyra þangað frá Aswan. Það er alveg syðst í landinu, rétt við landamæri Súdan. Þar er yfirleitt allt morandi í túristum en við vorum ein ásamt einni fjölskyldu & náðum við að taka myndir sem mér þykir svo vænt um.

Það var byggt 1244 fyrir Krist og var fært til þegar Awan stíflan var búin til því að annars hefði það horfið ofan í vatn. Mér finnst magnað að það hafi tekist svona vel en hofið var tekið í sundur og sett aftur saman & sjást engin ummerki um það.

NUBIAN VILLAGE

Saga Nubain fólks nær langt afturen það er fólk sem kemur frá norður Súdan & suður Egyptalandi. Það býr meðal annars á Elaphantine eyjunni sem er á Níl, á móti hótelinu okkar. Við tókum bát yfir ánna og fengum að skoða okkur um & sjá hvernig fólkið býr. Við Haukur fórum fyrst saman & síðasta daginn fór ég auka ferð því mig langaði til að skoða meira. Ég ein í suður-Egyptalandi hljómar kannski ekki vel en Nubain fólk er að mínu mati indælasta fólk sem ég hef hitt.

Í bæði skiptin voru menn sem buðust til þess að sýna okkur svæðið & er það í eina skiptið í landinu sem ég hef ekki verið rukkuð eða beðin um neinn pening. Í fyrra skiptið sótti maðurinn mangó, banana & lime fyrir mig úr trjánum & sagði okkur fullt af sögum. Þegar ég fór ein var annar yndislegur maður sem gekk með mér um allt & sýndi mér það sem ég vildi & tók meira segja myndir af mér þegar ég bað um það. Hann tók myndina af mér í bláu tröppunum. Fæ hlýtt í hjartað að hugsa um þessa daga.

PHILAE TEMPLE

Var byggt til heiðurs gyðjunnar Isis & er síðasta hofið sem vitað er um- sem byggt var í forn-egypskum stíl. Hofið var upprunalega á Philae eyjunni en það þurfti einnig að færa það vegna stíflunnar. Það er því á annarri eyju á Níl. Til þess að komast þangað þarf því að keyra & fara svo með bát.

//

Haukur and I took a flight from Cairo to Aswan. Driving takes many hours but flying takes just over an hour. I recommend that. It was the hottest time the year and the heat went over 45 degrees Celcius every day. That was of course very got but there is no humid so it’s a lot more bearable than it sounds in my opinion. Aswan is a beautiful city, i absolutely fell in love!

The hotel that we stayed at is famous hotel. It’s over a hundred years old and many remarkable peolpe have been there, like proncess Diana! It’s the most beautiful hotel I’ve stayed at, even the garbage can is pretty! The swimming pool is stunning and the view from our room over the Nile river was seriously breathtaking.

The Abu Simbel temple is a must do if you are in Aswan, or if you are on Egypt to begin with! By far the coolest place in the country in my opinion. Usually it’s crowded with tourist but during the summer there are not a lot of people there so we basically had the whole place to ourselves. It’s a 3-4 hour drive south from Aswan, close to the borders of Sudan. We went early in the morning and were back by lunchtime. The temple is stunning and so huge! Going inside is such a fun experince. Coolest place in Egypt!

The history of Nubian people is long and they are from north Sudan and sout Egypt. In Aswan they live in villages outside of the city centre. Haukur and I went there and then I went again by myself, because I wanted to see more. The first time we met a lovely man in the village that showed us around and told us everything that we wanted to know. When I went there was another wonderful man that did the same and even took photos of me when I asked. Nubian people are so nice!

The Philae temple is located on an island in the Nile. To go there you need to take a taxi and then a boat. It’s a very fun temple to explore beacuse the ruins are all over the island. It’s also the last known temple from ancient egyptian times.

Thank you for reading!

//

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram. Þið hafið nokkur verið að spurja mig þar um alls konar og ég hef bara gaman af því 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

2 thoughts on “SUMAR Í SAHARA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: