SIGLUM UPP NÍL

EGYPT SERIES PART 3/6

-english version below-

Góðan daginn eða kvöldið elsku lesandi! Vonandi hefur þú það gott. Ég ætla að láta hugann reika til aðeins hlýrri tíma & rifja upp Egyptalandsferðina frá síðastliðnu sumri.

Við notuðum þann skemmtilega ferðamáta að sigla til þess að koma okkur frá Aswan til Luxor. Siglingin var 2 nætur, mjög passlegt & þægilegt.

Það var morgun-, hádegis- & kvöldmatarhlaðborð innifalið á skipinu sem var æðislegt- maturinn var mjög fjölbreyttur & góður. Það var stórt útisvæði með fullt af sólbekkjum & sætum ásamt sundlaug. Við Haukur & allir hinir farþegarnir gátum setið úti alveg dáleidd & horft á útsýnið í fleiri klukkutíma. Það eru pálmatré alls staðar við Níl & fullt af litlum þorpum & sveitabæjum.

Hæææ, bara ég & flottur veggur👋🏼

KOM OMBO TEMPLE

Við stoppuðum í tveimur borgum & skoðuðum þar hof sem eru stolt borganna. Kom Ombo hofið er mjög ólík öðrum hofum þar sem það er tvískipt. Helmingarnir tveir eru til heiðurs tveggja guða sem egyptarnir trúðu á. (Eða trúa ennþá kannski- ég er ekki viss) 😆 Svo eru hlutar af hofinu í rómönskum stíl sem beda til þess að það hafi verið byggt við hofið á rómanska tímabilinu sem er langt á eftir tímum forn-egypta. Kom Ombo var því mikið notað yfir stórt tímabil.

Það hefur eitthvað af veggjunum brotnað niður vegna jarðskjálfta en sem betur fer skemmdi hann alls ekki allt. Við vorum þarna rétt fyrir sólsetur svo að veggirnir virkuðu gylltir. Ótrúlega fallegt.

Á einum veggnum er dagatal forn-egypta! Þetta táknar daganna í mánuðinum. Svo eru árstíðarnar þarna líka en þær voru þrjá. Ég bilast hvað þetta er nett!

TEMPLE OF EDFU

Daginn eftir stoppuðum við í borginni Edfu að skoða Edfu hofið við sólarupprás. Þetta hof er eldra en Kom Ombo & mun stærra & hærra. Edfu er það hof í öllu Egyptalandi sem er best varðveitt & hefur það haldist alveg heilt í svo mörg ár! Hofið er mjög fallegt enda tók 180 ár að byggja það. Svo er lítil eftirherma af því í Leeds á Englandi. Frekar fyndið!

Siglingin endaði svo í Luxor. Það sem ég var spennt að koma aftur til besta Luxor. Meira un það í næstu færslu!

//

We used the interesting mode of transport to sail form Aswan to Luxor. We sailed up the Nile river in a cruise that was two nights.

The ship hadm a big outside area where we could sit all day and watch the view over the river bank and there was also a swimming pool. There was a breakfast-, lunch- and dinner buffet and the food was delicious.

We stopped at two temples on the way. Kom Ombo temple right before sunset and Temple of Edfu the next day during sunrise. They were both so beautiful. The walls in Kom Ombo looked gold in the golden hour. It’s a unique temple because it’s divided into two parts. Each part was desicated to one God in ancient Egypt times.

Temple of Edfu was a lot bigger with big valls and narrow hallways. It was stunning and it’s the most weel preserved temple en all of Egypt.

The cruise ended in Luxor. More about that in the next blog post!

Thank you for reading!

//

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram. Þið hafið nokkur verið að spurja mig þar um alls konar og ég hef bara gaman af því 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: