EIN Á ELDGÖMLUM SLÓÐUM

EGYPTALAND PARTUR 4/6

Besta Luxor! Þar er svo margt hægt að skoða & gera! Svo er líka hægt að gera ekkert & slaka bara á með útsýni yfir Níl, á næs hóteli. Ég hafði beðið spennt eftir því að fara aftur til Luxor frá því að við stoppuðum þar í tvo daga í reisunni okkar. Ég var sérstaklega spennt fyrir því að fara aftur á sama hótel en því miður lokaði það tímabundið yfir heitasta tímann vegna fárra bókanna. Við fórum því á annað hótel sem var mjög fínt en ekkert í líkingu við fallega Mercure Luxor Karnak. Getið lesið um það HÉR.

Við fengum okkur bílstjóra til þess að keyra okkur á milli þessa daga sem við vorum í borginni & hann keyrði okkur meira að segja í gegnum eyðimörkina til að fara á næsta áfangastað. Það var svo sannarlega ekki erfitt að finna bílstjóra en þeir voru á næsta götuhorni að bíða eftir vinnu = túristum. Okkar bílstjóri var æðislegur & leyfði okkur að stjórna ferðinni & stoppa eins lengi eða stutt & við vildum að hverjum stað.

MEDINET HABU

Þetta hof var byggt til heiðurs Ramses þriðja, eftir að hann dó. Mjög fallegt & litríkt hof sem gaman var að skoða. Við vorum við alein þar sem var geggjað.

VALLEY OF THE KINGS & QUEENS

Í reisunni fórum við í Valley of the Kings en núna skoðuðum við líka Valley of the Queens. Þetta virkar þannig að í þessum dölum eru mörg grafhýsi & maður fær aðgangsmiða að þremur. Við skoðuðum því þrjú síðast í Valley of the Kings & núna önnur þrjú svo að þetta var alveg ný upplifun. Valley of the Queens er ekki síðra og eru mörg litrík grafhýsi þar, lengst inni í fjalli eða neðanjarðar.

KARNAK TEMPLE

Þetta hof skoðuðum við í reisunni & urðum að fara aftur. Sérstaklega þar sem þetta er stærsta hof í heiminum! Svo var líka plús að yfir sumartímann er low season & miklu minna af fólki í Egyptalandi en í reisunni vorum við á þessum slóðum í janúar sem er high season. Svo að gáfum okkur meiri tíma í þetta skiptið, tókum fleiri myndir og skoðuðum hofið betur þar sem það var töluvert færra fólk & skemmtilegra að rölta um. Við fórum svo líka um kvöldið en þá var ljósasýning. Hún var svo flott, ég fékk bara gæsahúð!

LUXOR TEMPLE

Þetta hof skoðuðum við bara um kvöld og váá hvað það var nett! Risastórar stytturnar & munstrin í veggjunum voru upplýst á svo flottan hátt.

SIGLING

Það er mjög gaman að sigla á Níl í Luxor eins & við gerðum í Aswan. Það er samt allt öðruvísi þarna, miklu meiri gróður & svo er Luxor algjör fuglaparadís! Það er svo mikið af flottum fuglum á litlu eyjunum sem leynast á Níl.

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

One thought on “EIN Á ELDGÖMLUM SLÓÐUM

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: