FÖRUM Á STRÖNDINA

EGYPTALAND PARTUR 5/6

DENDERA TEMPLE

Eins & hægt er að sjá í síðustu færslum þá skoðuðum við mörg hof í Egyptalandi.

Við náðum að sjá öll þau helstu sem við lögðum upp með. Svo að næst lá leiðin í strönd & slökun í Hurghada. En á leiðinni þangað, í borginni Qena er Dendera hof sem er af mörgum talið það ALLRA flottasta í landinu. Við urðum því að stoppa þar & enda á því besta..áður en við fórum á ströndina!

Það er á þremur hæðum & hægt er að fara neðanjarðar. Við klöngruðumst inn í veggi & þröng herbergi & uppá þriðju hæð. Svo loks uppá þak til að skoða útsýnið. Á þriðju hæðinni er hægt að sjá mörg þúsund ára gamla stjörnuspá! Með nokkrum af sömu stjörnumerkjun & eru notuð í dag! Bara haa hvernig..?

HÓTELIÐ

Hótelið sem við gistum á heitir Hurghada Mariott Red Sea Beach Resort. Við bókuðum okkur herbergi & borguðum fyrir það svo að það fari ekki á milli mála. En þau voru svo yndisleg að gefa uppfæra okkur í svítu & frían mat gegn því að ég myndi sýna þessar myndir sem ég var að taka, á blogginu.

Herbergið var gullfallegt & útsýnið svo róandi, það fór svo sannarlega vel um okkur þarna. Það eru tvær sundlaugar, einkaströnd með frábærri aðstöðu & hægt að fá hrein handklæði allan sólarhringinn. Einnnig er tennisvöllur, líkamsrækt & spa. Morgunverðarhlaðborðið var mjög stórt & fjölbreytt. Allt til alls á þessu hóteli & ég var virkilega sátt með þessa dvöl en við stoppuðum þarna lengst af öllum stoppunum í Egyptalandi. Hægt er að finna hótelið HÉR.

Á hótelinu var æðislegur ítalskur veitingastaður. Svo góður matur sem var undir örlitlum egypskum áhrifum.

VATNSRENNIBRAUTAGARÐUR

Vá hvað ég var búin að gleyma hvað það er gaman að fara í svona garð! Haukur snillingur spottaði þennan garð sem heitir Makado Water Park. Þetta er stærsti vatnsrennibrautagarður í Egyptalandi & hann var sjúklega skemmtilegur! Það voru hörku rennibrautir þarna, ekki fyrir viðkvæma! Það var ótrúlega gaman að verja deginum þarna, Haukur var á fullu að spretta upp með parakútana & prófuðum við allar rennibrautinar saman. Ég mæli með að fara í vatnsrennibrautagarð & sleppa sér aðeins.

SNORKL

Þú manst kannski elsku lesandi eftir því að við snorkluðum í Hurghada í reisunni. Við vorum spennt fyrir því að gera það aftur þar sem Rauða hafið er svooo tært & býður uppá stórkostlegt snorkl. Við fórum á glerbát þar sem við sáum kóralrifin undir okkur í gegnum bátinn.

Svo fengum við að snorkla mjög lengi alveg langt útá sjó- en það voru bara nokkrir metrar til botns & allt sjúklega tært. Algjör draumur!

Við fundum veitingastað sem bauð upp á smá útsýni yfir hafið. Ég dýrka svona pastel litaðann himinn. Í Hurghada er æðislegt að rölta meðfram strandlengjunni, þar eru alls konar falleg hús & skemmtilegt mannlíf á kvöldin.

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: