ALEXANDRIA

EGYPTALAND PARTUR 6/6

Síðasta stoppið í Egyptalandi! Alexandria kom mér mikið á óvart & er mjög áhugaverð borg. Þarna vorum við komin við Miðjarðarhafið í rakt loft & úr eyðimörkinni. Hárið mitt var mjög þakklátt þar sem það var orðið frekar dautt & þurrt í eyðimerkurloftinu & er ennþá að ná sér! Við vorum mjög dugleg að rölta um borgina & skoða sem allra mest.

Það var kvöldmarkaður öll kvöld vikunnar niðri í miðbæ. Þar var mjög mikið af fólki & verið var að selja alls konar föt & fínerí. Við urðum alveg fyrir smá menningarsjokki að sjá allt þetta KAOS, bæði á kvöldmarkaðnum & á daginn þegar við skoðuðum borgina. Við, litlu Íslendingarnir sem erum ekki vön svona mannmergð! En það er svo gaman að koma á nýja staði & upplifa eitthvað nýtt.

Annars á Haukur Ragnars Guðjohnsen á 100% þann titil:

SÁ SEM HEFUR FARIÐ Í KLIPPINGU ÚTUM ALLAN HEIM

Það væri gaman að taka það saman- á hvaða stöðum hann hefur látið klippa sig, spurning hvort ég geri það ekki bara.. Hann skellti sér semsagt í klippingu en við fundum hárgreiðslustofu innan um markaðssölubásana. Þessi klipping kom mjög vel út & þær gera það yfirleitt!

Útsýnið af svölunum úr hótelherberginu.

BIBLIOTECA

Þetta er ótrúlega fallegt bókasafn & listasafn. Það er helsta aðdráttarafl borgarinnar. Byggingin sjálf er líka algjört listaverk & bókasafnið svo töff & vel skipulagt. Ég er ekki neitt svakalega dugleg að fara á söfn en mér þótti þetta svo skemmtileg upplifun!

CITADEL OF QAITBAY

Við höfnina var einu sinni viti sem var byggður fyrir krist & var í margar aldir hæsta bygging heims. Hann hrundi svo niður í jarðskjálfta en við hliðina á honum er kastali sem stendur enn. Það er mjög skemmtileg upplifun að fara upp í hann & sjá útsýni yfir alla strandlengjuna. & líka bara að fara á svona ótrúlega sögufrægan stað eins & borgin öll er!

Sumir þurfa alltaf að klifra upp á eitthvað til að skoða það betur & á meðan er ég skíthrædd um að sumir detti 😄 Drengurinn er ofan á virkinu sem er umhverfis kastalann, við klettana & sjóinn.

POMPEY’S PILLAR & TEMPLE OF SERAPEUM

Þessi staður er í miðri borginni. Serapeum hofið er frá tímum grikkja & var svo eyðilagt af rómverjum. Pompeys Pillar er súlan & stytturnar sem eru það eina sem er eftir af þessum stað. Við röltum í gegnum hálda borgina til að komast þangað & drukkum menninguna í okkur.

CATACOMBS OF KOM EL SHOQAFA

Þessi staður er neðanjarðar & hýsir fullt af grafhýsum. Þetta er í bæði grískum & rómverskum stíl. Fyrir ofan er fullt af litlum hofum & styttum, mjög fallegur staður. Við gengum niður mjög drungalegar hringtröppur & skoðuðum þetta allt inn & út, Hauki tókst að plata mig að labba í gegnum einhver undirgöng þarna niðri😄

Í Alexandriu er ekki mikið um fína & dýra veitingastaði eða hótel en ef þú elsku lesandi hefur áhuga á sögu & að kynna þér nýja menningarheima þá er þessi borg fyrir þig. Ég ætla að loka Egyptalands-seríunni á þessari æðislegu borg & vona að þú hafir haft gaman af þessum 6 pörtum. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vangaveltur um þessa staði þá er inboxið mitt opið.

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: