ALEXANDRIA

EGYPT SERIES PART 6/6

Síðasta stoppið í Egyptalandi! Alexandria kom mér mikið á óvart & er mjög áhugaverð borg. Þarna vorum við komin við Miðjarðarhafið í rakt loft & úr eyðimörkinni. Hárið mitt var mjög þakklátt þar sem það var orðið frekar dautt & þurrt í eyðimerkurloftinu & er ennþá að ná sér! Við vorum mjög dugleg að rölta um borgina & skoða sem allra mest.

Það var kvöldmarkaður öll kvöld vikunnar niðri í miðbæ. Þar var mjög mikið af fólki & verið var að selja alls konar föt & fínerí. Við urðum alveg fyrir smá menningarsjokki að sjá allt þetta KAOS, bæði á kvöldmarkaðnum & á daginn þegar við skoðuðum borgina. Við, litlu Íslendingarnir sem erum ekki vön svona mannmergð! En það er svo gaman að koma á nýja staði & upplifa eitthvað nýtt.

Annars á Haukur Ragnars Guðjohnsen á 100% þann titil:

SÁ SEM HEFUR FARIÐ Í KLIPPINGU ÚTUM ALLAN HEIM

Það væri gaman að taka það saman- á hvaða stöðum hann hefur látið klippa sig, spurning hvort ég geri það ekki bara.. Hann skellti sér semsagt í klippingu en við fundum hárgreiðslustofu innan um markaðssölubásana. Þessi klipping kom mjög vel út & þær gera það yfirleitt!

Útsýnið af svölunum úr hótelherberginu.

BIBLIOTECA

Þetta er ótrúlega fallegt bókasafn & listasafn. Það er helsta aðdráttarafl borgarinnar. Byggingin sjálf er líka algjört listaverk & bókasafnið svo töff & vel skipulagt. Ég er ekki neitt svakalega dugleg að fara á söfn en mér þótti þetta svo skemmtileg upplifun!

CITADEL OF QAITBAY

Við höfnina var einu sinni viti sem var byggður fyrir krist & var í margar aldir hæsta bygging heims. Hann hrundi svo niður í jarðskjálfta en við hliðina á honum er kastali sem stendur enn. Það er mjög skemmtileg upplifun að fara upp í hann & sjá útsýni yfir alla strandlengjuna. & líka bara að fara á svona ótrúlega sögufrægan stað eins & borgin öll er!

Sumir þurfa alltaf að klifra upp á eitthvað til að skoða það betur & á meðan er ég skíthrædd um að sumir detti 😄 Drengurinn er ofan á virkinu sem er umhverfis kastalann, við klettana & sjóinn.

POMPEY’S PILLAR & TEMPLE OF SERAPEUM

Þessi staður er í miðri borginni. Serapeum hofið er frá tímum grikkja & var svo eyðilagt af rómverjum. Pompeys Pillar er súlan & stytturnar sem eru það eina sem er eftir af þessum stað. Við röltum í gegnum hálda borgina til að komast þangað & drukkum menninguna í okkur.

CATACOMBS OF KOM EL SHOQAFA

Þessi staður er neðanjarðar & hýsir fullt af grafhýsum. Þetta er í bæði grískum & rómverskum stíl. Fyrir ofan er fullt af litlum hofum & styttum, mjög fallegur staður. Við gengum niður mjög drungalegar hringtröppur & skoðuðum þetta allt inn & út, Hauki tókst að plata mig að labba í gegnum einhver undirgöng þarna niðri😄

Í Alexandriu er ekki mikið um fína & dýra veitingastaði eða hótel en ef þú elsku lesandi hefur áhuga á sögu & að kynna þér nýja menningarheima þá er þessi borg fyrir þig. Ég ætla að loka Egyptalands-seríunni á þessari æðislegu borg & vona að þú hafir haft gaman af þessum 6 pörtum. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vangaveltur um þessa staði þá er inboxið mitt opið.

//

Our last stop in Egypt was Alexandria. This city really surprised me in a gold way since I knew very little about it. The city is located on the coast of the Mediterranean sea so we were officially out of the dry desert air.

We walked around the city and saw a big part of it. There is an evening market every night downtown. What a kaos! But I guess us Icelanders are just not used to it. There is also a market open during the day where they sell just about anything you can think of.

Alexandria is famous for its library wich is very cool and big. In the same building there is also a museum. I do not go to museums that often but this one was so interesting beacuse the city has a rich history!

//

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram. Þið hafið nokkur verið að spurja mig þar um alls konar og ég hef bara gaman af því 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: