ZANZIBAR


Eftir þrjár heilar vikur í eyðimörkinni í Egyptalandi var kominn tími á strönd, frumskóg & kókoshnetur. Við vorum í tvær vikur á Zanzibar & stoppuðum á þremur stöðum.

KIWENGWA

HÓTELIÐ:

Bluebay Beach Resort & Spa

Þetta resort er æðislegt! Það kostar líka alveg slatta en inni í verðinu var morgun- & kvöldmatur & hlaðborðið var æðislegt. Ég elska að vera í Afríku meðal annars af því að það er svo mikið úrval af ferskum ávöxtum & djúsum & alls konar gúmmelaði. Matur sem mér þykir mjög góður. Hótelið er með einkaströnd & sundlaug við sjóinn. Þegar við lentum var tekið svo vel á móti okkur með hisbicus djús sem er ekta afrískur drykkur. Linkur á það HÉR. Á hverjum degi var morgunleikfimi í sundlauginni & svo voru höggnar kókóshnetur úr næsta pálmatréi. Algjör paradís.

Einkaströndin var æðisleg, ekkert smá falleg & er mjög gaman að ganga eftir ströndinni endilangri. Við fórum í einn langan göngutúr & fann ég fullt af tígris skeljum, ef það er hægt að vera skotin í skeljum þá er ég skotin í þeim. Sjórinn á Zanzibar myndar mjög mikil flóð & miklar fjörur alla daga. Það er því tvennt ólíkt að fara á ströndina á morgnanna & um eftirmiðdaginn. Á morgnanna er hægt að ganga langt án þess að fara ofan í kaf & er þá skemmtilegt að skoða sjávarlífið. Við nýttum einn morguninn til þess að fara á bát aðeins út á sjó & skoða þar litríka krossfiska. Á eftirmiðdaginn er allt á kafi & ná öldurnar nánast upp að sólbekkjunum.

SIGLING

Við fórum í siglingu langt út á sjó í þeirri von um að finna höfrunga! Þeir eru oft á svipuðum slóðum á norður hluta eyjunnar, snemma á morgnanna. Ég get eiginlega ekki útskýrt hvernig sjórinn á Zanzibar er en það er klárlega mikill togkraftur í honum. Við sigldum mjög langt á litlum klassískum Zanzibar trébát en ennþá lengra út á sjó sáum við stóra öldu sem var alltaf á sama stað. Við vorum fyrir innan þau mörk & skilst mér að eftir þessa öldu byrji straumurinn af alvöru. Heppnin var með okkur þennan dag en við sáum fullt af höfrungum, ég bilast hvað þeir eru sætir! Litlu höfrungarnir voru mikið að sýna sig & hoppa beint fyrir framan bátinn. Ég tók ekki margar myndir en tók í staðinn myndbönd & ég verð að mæla að kíkja á þau. Þau eru á Instagram hjá mér undir highligtinu ZANZIBAR.

JAMBIANI

HÓTELIÐ:

Reef & Beach resort Jambiani.

Þetta resort var ekki eins fínt & dýrt & hitt en mjög fínt samt sem áður. Þar eru tvær sundlaugar & hótelið er uppvið strönd. Í hótelgarðinum er smá skógur & gengum við yfir brú í gegnum skóginn daglega. Þar hoppuðu stundum yfir okkur apar sem búa þar. Þetta er sjaldgjæf apategund sem lifir bara á Zanzibar. Það var orðinn fastur liður hjá okkur að heilsa uppá þá á morgnanna.

Ströndin þarna var líka skemmtileg. Síðustu dagana í ferðinni vorum við mikið í því að rölta meðfram henni & njóta þess að vera á táslunum í mjúkum sandinum. Mér brá því ekkert smá mikið þegar ég fann sting undir stóru tánni! Ég lyfti fætinum upp & sá neongrænan krabba hanga á mér. Ég hef stigið á grey krabbbann en hann lifið þetta af & það gerði tásan mín líka sem betur fer. Það er mikið af kröbbum á eyjunni & finnst mér ekki skrýtið að ég hafi rekist á einn.

THE ROCK RESTAURANT

Ég skrifaði um þennan veitingastað í reisunni. Linkur á það HÉR. Þá fórum við við sólsetur, þegar það var fjara svo að við gátum labbað á klettinn en veitingastaðurinn er á kletti út á sjó. Núna fórum við eftir sólsetur svo að það var flóð sem þýddi að við þurftum bát til að ferja okkur yfir. Mér fannst ótrúlega skemmtileg upplifun að fara á þennan veitingastað í bæði skiptin & maturinn er líka virkilega góður sem skemmir ekki fyrir! Við Haukur fengum smá reisusakn þegar við komum á staðinn & gengum framhjá sætunum sem eru úti á svölunum en þar höfðum við einmitt setið árinu áður með nokkrum úr æðislega Afríku-hópnum okkar ❤

STONE TOWN

Stone town er höfuðborg eyjunnar & er stórmerkilegur staður. Þar er mikið um skrautleg hús & listaverk seld á hverju horni. Þessi mikla listmenning hefur varið lengi & er undir evrópskum, afrískum, asískum & indverksum áhrifum, þar sem borgin hefur lengi verið mikil viðskiptaborg milli landa. Það var fínt að stoppa þar í nokkra daga & kúpla sig niður fyrir heimferð.

PRISON ISLAND

Umhverfis Zanzibar eru margar litlar eyjur & ein af þeim er Prison Island en þar var einu sinni fangelsi sem var svo breytt í einangrunarspítala. Á þessari eryju búa stærstu skjaldbökur í heiminum en Zanzibar fékk þær að gjöf frá Seychelles (sem er land sem mig langar til!) fyrir rúmum hundrað árum. Þæ búa því einungis þarna & á Seychelles eyjunum. Skjaldbökustofninn er í dag talinn brothættur svo að þær eru verndaðar á þessari eyju. Við máttum heimsækja þær & gefa þeim að borða. Þær voru svo krúttlegar & þær virtust elska þegar við klóruðum þeim á hálsinum. Hversu krúttleg dýr eru skjaldbökur!? Við urðum svo að stoppa í hádegismat á gamla spítalanum. Ég hef aldrei áður fengið svona góða pizzu í Afríku, þessi var mjög góð!

HEIMFERÐ

Ég verð eiginlega að tala um þessa heimferð en við Haukur höfum hlegið svo mikið af henni. Við höfðum semsagt ekki hugmynd um það að í júlí & ágústmánuði er mikill öldugangur þegar siglt er frá Zanzibar & að meginlandinu. Siglingin var því hrikaleg & hélt ég að hún ætlaði aldrei að enda. Haukur þurfi að leggjast niður & halda sér uppvið einhverja súlu því að honum var svo óglatt & ég sat eins & draugur í sætinu mínu & já… skulum segja að ég hafi skilað hádegismatnum. Þannig fór um sjóferð þá & okkur var svo mikið létt þegar við stigum loksins á land! TIPS: fljúgið á eyjuna ef þið farið á þessum árstíma. Ég veit ekki af hverju við gerðum það ekki, það er mun fljótlegra & einfaldara.

Beint í kælingu & sjeik á flugvellinum.

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: