Jólalistinn sem ég gerði í fyrra vakti mikla lukku & ætla ég því framvegis að búa til óskalista fjórum sinnum á ári- fyrir hverja árstíð. Ég elska þegar ný árstíð gengur í garð & sérstaklega þegar vorið kemur. Þá fer ég að klæða mig í léttari föt & geri vorlegt heima hjá mér, kaupi mér kannski blóm af & til…

Þó að það sé enn mjög vetrarlegt hérna heima, þá er ég alveg kominn í vorfýlinginn þar sem ég var í París um helgina & dagarnir þar buðu upp á tveggja stafa tölur, heiðskíran himinn & kirsuberjatré. Ég sá meira að segja fiðrildi síðasta daginn!
Hér er minn vorlisti- vona að þú hafir gaman af elsku lesandi!

AIM’N Oat White Pile Fleece Half Zip
-þessi peysa lítur út fyrir að vera svo þægileg! Líka mjög falleg & sæi ég mig fyrir mér nota þessa mikið, hversdagslega & í útiveru. Ótrúlega flott & Elísuleg!

AIM High Espresso High Sneakers
-svo flottir strigaskór sem líta út fyrir að vera virklilega þægilegir.


ASOS DESIGN Oversized Heavyweight Organic Cotton Tote Bag
-ég er búin að kaupa mér þessa en mig vantaði svona einfalda tösku til þess að vera með að snattast, sé hana fyrir mér við drapplitaða trench kápu. Notaði hana einmitt úti í París, þá við blazer jakka en það besta við töskuna er að hún passar við allt!

-gallajakki er besta yfirhöfnin þegar það ferð aðeins að hlýna að mínu mati. Þessi er mjög flottur & klassískur.

-vörurnar frá 1104byMAR eru svo fallegar. Mig dreymir um þetta perluhálsmen, sé það fyrir mér við hvíta eða ljósbláa skyrtu.

-þessi toppur er svo vorlegur.. verð eiginlega að næla mér í hann. Flottur en casual, ég fýla það & ég veit að Gina Tricot vörnurnar eru vandaðar, sem er mikið lykilatriði þegar ég versla mér föt😊

-ég er ótrúlega skotin í blómavösum í þessum stíl. Það er ekki skrýtið enda er ég mjög hrifin af svona grískum & rómverskum súlum. Sé þennan fyrir mér undir bleik blóm eða ljósbrún strá.

DJERF AVENUE Ash On The Go Shirt
-þessa skyrtu langar mig í! Efnið er svo allt öðruvísi en ég hef séð áður, það virkar á mig sem mjög vandað & skyrtan er gullfalleg. Flott að hafa hana hneppta lauslega.

ESSIE Summer Soulstice
-litrík naglalökk gleðja mig. Þessi er svo sætur & líka páskalegur!

-þetta er ég líka búin að næla mér í & er afar ánægð með. Það hafa margir spurt mig um þetta vesti sem ég skil vel enda er það bæði klæðilegt & þægilegt.
//
Það væri mjög gaman að heyra í kommenti hér fyrir neðan færsluna EÐA á instagram/elisapalmad ef þú hefur gaman af færslunni❤️
Takk fyrir að lesa & megi vorið koma fljótt!
ELÍSA PÁLMA❤️
