MÁNUDAGSPEPP

Ég er búin að vera smá buguð síðustu daga eftir mikla vinnutörn, námskeið & svo tókst mér að troða tveimur utanlandsferðum í febrúar (allt ofantalið mjög gaman samt)! Ég kom frá París fyrir viku & hef tekið því rólega síðan. Það er fínt stundum að slaka á & auðvitað nauðsynlegt að hlusta á líkamann sinn.

Svo í dag vaknaði ég full af orku & tilbúin í næstu daga! Ég skrifaði niður lista yfir það sem mig langaði að græja & gera í vikunni en mér finnst það peppa mig áfram til þess að ná utan um það sem ég vil gera.

Svo sá ég hjá Sólrúnu Diego að stundum er sniðugt þegar manni kannski finnst maður ekki gera mikið, að skrifa öfugan lista & telja upp það sem maður gerði yfir daginn. Mér finnst það algjör snilld & gefur það ákveðið klapp á bakið👏🏻

Bæði það að skrifa niður lista fyrir daginn/vikuna & það að skrifa öfugan lista eru að mínu mati dæmi um góðar aðferðir sem hjálpa mér að koma hlutunum í verk! Svo eru þetta snjóboltaáhrif- þegar ég byrja að vera dugleg þá peppast ég & held áfram…

Ég á það nenfilega til eins & við öll held ég að fresta hlutunum þegar ég er ekki með mitt skipulag á hreinu… Ég er TEAM listar🤘🏼 Þeir hjálpa mér mikið.

MINN LISTI:

-fara einu sinni útað hlaupa, frískt loft+hreyfing=glöð Elísa

-fara loksins í nuddið sem ég fékk í afmælisgjöf í janúar

-taka smá vorhreingerningu heima

-hafa eitt kvöld í vikunni sem dekur-bað-slökunarkvöld

-hitta Guðmundu sys & co í dinnerdeit

-hitta loksins Birtu vinkonu & litlu dúlluma hennar❤️

-klára að klippa vlogið mitt

Hver er þinn listi?

Eigðu góða viku & gangi þér vel í því sem þú gerir- ég hef trú á þér👊🏻

//

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram. Þið hafið nokkur verið að spurja mig þar um alls konar og ég hef bara gaman af því 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: