BARCELONA

Hallóhalló! Þessa færslu er ég búin að ætla að skrifa lengi. Ég veit að margir eru á leið til Barcelona á næstunni. Ég fór í helgarferð með Thelmu vinkonu minni í október sem var æðisleg framlenging á sumrinu. Í Barca (eins & ég kalla hana stundum, veit ekki af hverju) er svo góð samsetning af mörgu skemmtilegu, ef þú skilur: strönd- góður matur- búðir- list- & örugglega margt fleira. Hér eru nokkrir staðir sem ég heimsótti í þessari frábæru borg.

PARK GÜELL

Vávává þessi garður.. hann er virkilega fallegur & byggður í Gaudí stíl sem einkennir þetta svæði á Spáni. Mér finnst listin hans virkilega flott, enda fýla ég fallega liti & smáatriði. Garðurinn er lokaður & kostar nokkrar evrur að komast þangað inn. Hann er staðsettur upp á hæð í mjög fallegu úthverfi. Þar er útsýni yfir borgina & strandlengjuna. Við tókum leigubíl að garðinum en gengum til baka, allavega góðan spöl. Þennan dag löbbuðum við Thelma líka hálft maraþon þvers & kruss um borgina!

SAGRADA FAMILIA

Ókláraða kirkjan í Barcelona. Hún var líka hönnuð af Antoni Gaudí & fyrir áhugasama þá er Gaudí-safn í borginni en við slepptum því enda var mjög mjög löng röð fyrir þá sem áttu ekki bókaðan miða. Kirkjan er sjúklega há & var verið að vinna utan á henni eins & þarf oft að gera, við gamlar byggingar. Mér fannst ég spotta jólatré utan á henni, í október? Hvað sérð þú elsku lesandi?

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri í borgum er að rölta eitthvað óplanað- ég enda alltaf á einhverjum skemmtilegum stað & sé hluti sem ég hefði annars ekki séð.

Mojito-pása á ströndinni

LA RAMBLA

Þetta er aðalgatan í borginni. Þar þykir mér erfitt að finna veitingastaði en ég mæli með hliðargötunum í kringum hana, þar leynast þeir. Á þessu svæði er er fullt af skemmtilegum búðum eins & Mango, Zara, Zara home, Sephora & Oysho.

HÓTELIÐ

Hotel Catalonia Portal de’l Angel

Við vorum virkilega ánægðar með hótelið, þó að við höfum ekki varið miklum tíma þar í svona stuttri ferð- en það sem skipti okkur máli var upp á 10. Góð staðsetning, snyrtileg herbergi & gott verð. Hótelið er rétt fyrir ofan Römbluna góðu en við heyrðum samt engin læti frá henni.

BRUNCH

Ég spurði á Instagraminu mínu um Barcelona TIPS & fékk fullt af góðum svörum. Einn snillingur mælti með þessum brunch stað & ég verð að vera sammála! Ég er mikil morgunverðarmanneskja & elska góðan brunch. Því litríkari matur því betri & það verður alltaf að vera ein acaí eða smoothie skál. & þessar pönnukökur.. mig langar í þær núna. Ég veit ekki hvaða karamellumix þetta er ofaná en það var ótrúlega gott.

//

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram. Þið hafið nokkur verið að spurja mig þar um alls konar og ég hef bara gaman af því 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: