Núna er kominn júní sem þýðir bara eitt hjá mér= SUMAR. Ég er svo spennt að njóta sumarsins erlendis & heima & auðvitað í háloftunum✈️ Er núna stödd í Mexíkó svo að ég hef dregið fram allt mitt sumardót.
Þess vegna er sumarlistinn minn kominn-

– ég er svo hrifin af perlum & sérstaklega á sumrin- perluhálsmen-eyrnalokkar-armband & núna hringir! Er mjög svo skotin í þessum frá myletra store

LACK OF COLOR Wave Bucket Hat Tan
-mig langar í töff hatt. Þessi er æðislegur.

-sundfötin frá HM hafa reynst mér vel. Þetta bikiní er skemmtilegt á litinn & í sniði sem ég fýla vel.

Birkenstock Arizona flat sandals in taupe suede
-mér finnst þessir ljósu Birkenstocks sandalar vera virkilega klassískir & flottir.

OVAL MARBLE BOARD frá Zara Home
-fallegt marmaraskurðabretti- sé líka fyrir mér að nota það sem bakka undir allskonar.

CLARINS Wonder Perfect Mascara 4D Waterproof
-þennan maskara kaupi ég mér alltaf á sumrin í vatnsheldri útgáfu til að nota í sundi & sjó. Mjög góður & opnar augnsvæðið einhvern veginn vel! Fæst m.a. í Lyf & heilsu, Kringlunni.

DJERF AVENUE Ash On The Go Pants
-í VORLISTANUM mínum bloggaði ég um skyrtu frá þessu merki & núna set ég buxurnar því vávává hvað þetta sett er flott!

-þessi toppur lítur út fyrir að vera virkilega þægilegur & hann er líka flottur á litinn.

-þessar buxur við toppinn hér að ofan, aðeins of flott saman. Vippa mér svo í jakka & fer á æfingu eða út að stússast- sé þetta alveg fyrir mér!

Corlin Eyewear West Tortoise Brown frá Verastore.is
-þessi sólgleraugu eru ótrúlega flott- bæði formið & liturinn. Beint á óskalistann!
//
Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram. Þið hafið nokkur verið að spurja mig þar um alls konar og ég hef bara gaman af því 🙂
TAKK FYRIR AÐ LESA ❤
ELÍSA PÁLMA
