FYRSTA SKIPTI Í MEXICO

Hótelið

Marriott Cancún Resort

Við höfum gist á Mariott áður- meðal annars í Hurghada fyrir akkúrat ári síðan & mér finnst það alltaf mjög fínt. Það er líka ágætt að vera stundum á hótelkeðjum, því þá veit maður nokkurn veginn að hverju maður gengur. Þarna var mjög snyrtilegt & sluppum við til dæmis alveg við pöddur inni á herbergi sem er alltaf virkilega mikill léttir!

Hótelið er stórt & þar er mjög fín sundlaug & heit-volgur pottur sem var ekki mikið notaður á daginn, úff þá fór mig að svima. Hann var meira notaður á kvöldin til að horfa á sólsetrið enda með útsýni yfir sjóinn. Það eru einkastrendur alls staðar sem tilheyra hótelunum en það er ekkert mál að fara á milli þeirra.

Cancún

Cancún borgin er aðeins inn í landi en við vorum á hótelsvæði sem er meðfram strandlengjunni & er gullfallegt. Það sem skilur borgina og hótelsvæðið af, er risa vatn en þar bannað að synda því þar er nóóóg af krókódílum. Við sáum viðvörunarskilti á gangstéttinni sem var við vatnið & gátum ekki slakað á í eina sekúndu vegna stress yfir því hvort að það væri einn á eftir okkur😅

Leigja bíl

Við leigðum bíl í þrjá daga. Okkur finnst alltaf gaman að skoða landið, þó að við séum í slökunarferð. Ég mæli með að leigja bíl á þessu svæði í Mexíkó, það er ódýrt, þægilegir vegir & okkur fannst við vera öruggð allan tímann.

Við keyrðum um sveitir Mexíkó & skoðuðum svokallaðar cenotes sem eru náttúrulaugar inni í klettum. Ég var smá smeyk við að fara þangað niður en þar eru engir krókódílar, bara fullt af fuglum & leðurblökum sem við vöktum óvart með buslinu í okkur. Við fórum bæði í eina utandyra og eina sem var inni í helli sem var frekar drungaleg.

Við stoppuðum í Mérida sem er betur þekktur sem guli bærinn & þurfti ég að bjarga mér á menntaskólaspænskunni þar því að enginn talaði ensku. Ég er með markmið hjá mér að kunna spænsku alveg & geta þá ferðast um Suður-Ameríku. Fjórir áfangar í menntó & Duolingo appið.. þetta er allt að koma hjá mér.

Valladolid er líka skemmtileg borg, en við stöldruðum aðeins við þar & síðast en ekki síst var það undur veraldar: Chichén Itzá. Alveg geggjaður staður!

ISLA MUJERES

Dagsferð á þessa eyju er skylda. Skemmtileg eyja með góðum mat, fullt af iguana eðlum & sætum húsum. Besti parturinn er að leigja sér golfbíl & keyra um alla eyjuna á honum.

Maturinn

Við Haukur elskum bæði mexíkóskan mat. Því meira guacamole, því betra. Maturinn var æðislegur & borðuðum við nánast taco í öll mál. Það var gaman að fá ekta local mat & prófa eitthvað nýtt. Við fengum guacamole með litlum mangóbitum í, ég mæli með að prófa það, það er betra en það hljómar!

~

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram. Þið hafið nokkur verið að spurja mig þar um alls konar og ég hef bara gaman af því 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: