ÞENNAN BRUNCH VERÐUR ÞÚ AРPRÓFA

Í febrúar fór ég ásam Svövu vinkonu að heimsækja Gunnhildi sem býr í Kaupmannahöfn. Vá hvað það var gaman að eiga eina helgi með vinkonum! Mikið hlegið & mikið spjallað eftir þennan tíma sem C lokaði löndum.

BRUNCH

Staðurinn er frekar miðsvæðis í Köben & heitir:

WOLF & KONSTALI

Ég er mikil brunch kona eins & áður hefur komið fram. Það besta finnst mér þegar ég get smakkað marga hluti & því var ég einstaklega hrifin af þessum stað.

Þú hakar í box & velur þér 5 eða 7 rétti. Þú getur valið þér til dæmis eggjahræru, smoothie skál, einhverja týpu af croissanti. Ef þú ert eins & ég elsku lesandi þá verðurðu að prófa👌🏼Það sem ég smakkaði var mjög gott!

Eftir brunchinn urðum við auðvitað að kíkja aðeins á Strikið góða í nokkrar búðir & settumst svo niður í einn drykk til að hvíla okkur á búðarrápinu. Svona vinkonudagar eru svo skemmtilegir!

Þú getur fengið tilkynningu þegar bloggið uppfærist með því að skrá tölvupóstinn þinn í boxið á forsíðunni. Svo er alltaf gaman að fá komment undir færsluna ef þú hefur eitthvað fallegt að segja. Ef þú hefur einhverjar spurningar má alltaf senda mér línu á instagram 🙂

TAKK FYRIR AÐ LESA ❤

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: