GAMAN AÐ GERA á Íslandi

Mig langar að byrja að fjalla um áhugaverða & skemmtilega hluti til að gera hér heima á klakanum góða..

Á dögunum fórum við Haukur í nýju sjóböðin í Hvammsvík. Haukur er meistari í að þefa uppi nýja staði á Íslandi & fórum við til að mynda í Sky Lagoon í sömu viku & það opnaði.

SJÓBÖÐIN Í HVAMMSVÍK

Mér finnst þessi sjóböð mjög hugguleg þar sem þau eru á svo geggjuðum stað, í Hvalfirði. Þau eru við sjóinn & samanstanda af nokkrum pottum, allir mis- stórir & hlýir. Einn þeirra er við sjóinn & þegar það er flóð þá flæðir í hann. Það er líka kósý að fara & dýfa tánum í íískaldann sjóinn & hlýja sér svo í pottunum, ahh. Ég óð alveg upp að mjöðmum! Mér finnst það ekkert mál en á erfiðra með að fara lengra brrr..

Ég mæli með að þú gefir þér góðan tíma til að fara en það tekur smá stund að keyra frá höfuðborgarsvæðinu. Svo er æðislegt að taka sér góðan tíma ofan í & anda að sér sveitaloftinu. Finnur þú þetta ekki… það er ekkert betra en hreint íslenskt loft. Ég finn allavega tilfinninguna þó ég sitji hérna heima í stofu.

Þú mátt endilega láta mig vita ef þú hefur gaman af svona færslum, hér eða á instagram/ facebook, alltaf gaman að heyra!

instagram.com/elisapalmad

facebook.com/elisapalmablogg

Takk fyrir að lesa❤️

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: