VIKUPEPP

Hæhó!

Síðasta vikupepp hjá mér vakti mikla lukku en það er HÉR fyrir forvitna.

Ég var í Bandaríkjunum um daginn & keypti mér þessa skipulagsbók! Hún gaf mér svo mikið pepp til þess að byrja að skrifa niður hluti eins & dags- eða vikuplan. Hún er mjög einföld en það eru bara línur & svo er hægt að skrifa dagsetningu efst & hafa hana svo bara alveg eftir sínu höfði sem mér finnst sniðugt.

Ég notast mikið við notes appið í símanum til þess að skipuleggja mig. En þegar ég er að halda mörgum boltum á lofti, sem er raunin þessa daganna, þá finn ég að mér finnst gott að hafa meira utanumhald & SKRIFA hlutina niður✍️

Ég er búin að nota bókina í viku & VÁ hvað hún hjálpar mér að koma miklu í verk & muna hluti. Sumt á það bara til að gleymast, er einhver að tengja.. við erum náttúrulega öll mannleg, það má ekki gleyma því.

Ég talaði um það í Áramótapeppini mínu að mig langaði að ná nokkrum markmiðum, meðal annars því að hlaupa 100km yfir mánuðinn fjórum sinnum yfir árið. Það tókst alltaf næstum því í vor & byrjun sumars en í ágúst náði ég fyrsta mánuðinum. Nú er bara sept-okt-nóv eftir. Ef það tekst ekki þá er það auðvitað allt í lagi en það væri gaman að ná því. Ég ætla að nota bókina til þess að hvetja mig áfram & skrifa niður lauslegt plan hvernig ég kem þessu í verk. Svo mæli ég með að nota fallegan penna, það skemmir ekki!

Tómur kaffibolli & búin að plana daginn & vikuna, þá er ég farin út að skokka- TAKK fyrir að lesa, eigðu góða viku!❤️

instagram.com/elisapalmad

facebook.com/elisapalmablogg

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: