HAUSTLISTINN

Hæhæ elsku lesandi! Það er komið að mögulega uppáhalds listanum mínum- haustlistanum!

Ég er algjört sumarbarn & sumarið mætti vera miklu lengra fyrir mér. Ég ætla að halda í sumarið & sumarfötin aðeins lengur enda er búið að vera svo yndislegt veður síðustu daga. Svo ætla ég mögulega eitthvað syðra á hnöttin á næstunni til að lengja sumarið en meira um það síðar!

Eftir það er haustið velkomið hjá mér, því að hver árstíð hefur sinn sjarma & haustið er mitt uppáhald þegar kemur að tísku. Ég fæ alltaf á tilfinninguna að það sé einskonar nýtt upphaf, þegar það fer að kólna & ég fer í kósý peysu & kápu eða kveiki á nokkrum kertum & skríð undir teppi, ahh svo notalegt…

Hér er HAUSTLISTINN minn, vona að þú hafir gaman af & ég væri mjög þakklát ef þú segðir mér ef svo væri❤️

PAVEMENT AYA Andreabyandrea

Það er fátt skemmtilegra en að skoða stígvél fyrir haustið. Þessi eru svo flott, hægt að klæða upp & niður, svo eru þau á góðum afslætti!

NOOMI Gizem Poplin Shirt

Ég nota stórar skyrtur mikið & þessi er bæði falleg á litinn & í flottu sniði. Beint á óskalistann.

WODBÚÐ Hárklemma City

Ég get alltaf bætt við mig góðum klemmum en þessi er ein sú flottasta sem ég hef séð!

MANGO Cable Knit Sweater

Einstaklega falleg kaðaprjónuð peysa. Mér finnst hún klassísk & myndi ég nota hana mikið.

79 hour Bold Choker

Ótrúlega fallegt skart sem fæst núna á Íslandi, í Húrra Reykjavík. Þetta hálsmen er tryllt✨

79 hour Bracelet/Anklet

Svo er ekki hægt að sleppa þessu armbandi í stíl! En það sem gerir það enn betra er að það er líka ökklaband. Ég fýla þegar hlutir hafa mikið notagildi.

Birkenstock Boston

Ég er búin að sjá þessa skó útum allt & er orðin mjög skotin í þeim. Þeir virka vel fyrir minn stíl, afslappaðir en flottir.

AIM’N Macchiato Classic Sweatpants

Mig dreymir um svona þægilegar buxur í þessum haustlega lit til að nota dagsdaglega. Fást í Wodbúð!

AIM’N Macchiato Logo Sweatshirt

Svo þessi peysa í stíl. Það eru til fleiri en ein týpa af peysum í þessum lit en ég er hrifnust af þessari. Svo fallegar vörur frá Aim’n!

Source Unknown Scarf Mohair

Mig langar í virkilega stóran trefil, þessi tikkar í það box ásamt því að vera æðislegur á litinn.

TAKK æðislega fyrir að lesa❤️

ELÍSA PÁLMA

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: